„Spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis „sjálfstæðisdagur Kjósverja““ Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2024 15:12 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, segir íbúa í Kjósinni fagna breytingunni. Heimili þeirra verða frá mánaðamótum ekki lengur kennd við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kjósarhreppur/Getty Margra ára baráttu Kjósverja við Póstinn virðist lokið og verða heimili þeirra ekki lengur kennd við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Þetta staðfestir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, í samtali við Vísi. Hún segir að Byggðastofnun hafi samþykkt þetta að fenginni annarri umsögn Póstsins og verður póstnúmerið nú „276 Kjós“ í stað „276 Mosfellsbær“. Breytingin tekur gildi um mánaðamótin næstu. Þorbjörg segir mikla gleði ríkja meðal íbúa. „Þetta hefur verið löng barátta við kerfið sem nú er að baki. Það er spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis sjálfstæðisdagur Kjósverja,“ segir Þorbjörg. Hún segir að þingmenn Suðvesturkjördæmis hafi einnig lagst á sveif með íbúum, en þeir heimsóttu Kjósverja í síðustu kjördæmaviku þingmanna. Virðist sem að það hafi hjálpað til í baráttunni, segir Þorbjörg. Sjö þingmenn úr þremur flokkum lögðu á síðasta ári fram tillögu til þingsályktunar sem miðaði að því að Kjósarhreppur fengi nýtt póstnúmer og yrði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kom þar fram að íbúar í Kjósarhreppi hefðu lengi kvartað yfir póstnúmerinu „276 Mosfellsbær“ og sagt það hafa valdið ruglingi. Þorbjörg sagði í samtali við fréttastofu í október að Pósturinn hefði lengi staðið fast á sínu og staðið í veg fyrir slíkri breytingu, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. En þetta breytist 1. apríl þegar póstnúmerið verður 276 Kjós. Kjósarhreppur Pósturinn Tengdar fréttir Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36 Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Þetta staðfestir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, í samtali við Vísi. Hún segir að Byggðastofnun hafi samþykkt þetta að fenginni annarri umsögn Póstsins og verður póstnúmerið nú „276 Kjós“ í stað „276 Mosfellsbær“. Breytingin tekur gildi um mánaðamótin næstu. Þorbjörg segir mikla gleði ríkja meðal íbúa. „Þetta hefur verið löng barátta við kerfið sem nú er að baki. Það er spurning hvort 1. apríl verði eftirleiðis sjálfstæðisdagur Kjósverja,“ segir Þorbjörg. Hún segir að þingmenn Suðvesturkjördæmis hafi einnig lagst á sveif með íbúum, en þeir heimsóttu Kjósverja í síðustu kjördæmaviku þingmanna. Virðist sem að það hafi hjálpað til í baráttunni, segir Þorbjörg. Sjö þingmenn úr þremur flokkum lögðu á síðasta ári fram tillögu til þingsályktunar sem miðaði að því að Kjósarhreppur fengi nýtt póstnúmer og yrði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ í póstnúmeraskrá. Kom þar fram að íbúar í Kjósarhreppi hefðu lengi kvartað yfir póstnúmerinu „276 Mosfellsbær“ og sagt það hafa valdið ruglingi. Þorbjörg sagði í samtali við fréttastofu í október að Pósturinn hefði lengi staðið fast á sínu og staðið í veg fyrir slíkri breytingu, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. En þetta breytist 1. apríl þegar póstnúmerið verður 276 Kjós.
Kjósarhreppur Pósturinn Tengdar fréttir Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36 Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30. október 2023 08:36
Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02