„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2024 10:37 Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir hafa verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi hjá meirihluta bæjarstjórnar. Tíðindi morgunsins hafi engu að síður komið honum á óvart. XD/Hveragerði Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. Tilkynning var send frá skrifstofu sveitarfélagsins í morgun þar sem sagt var frá því að tillaga að starfslokasamningi Geirs yrði lögð fyrir bæjarstjórnarfund á föstudaginn. „Starfsfólk á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar var upplýst í morgun um að tillagan verði lögð fram. Ekki verða veittar frekari upplýsingar fyrr en að bæjarstjórnarfundi loknum,“ sagði í tilkynningunni, en undir hana rita þau Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs, og Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar. Eyþór segir fulltrúa minnihlutans ítrekað hafa bent á ýmis mál sem varða rekstur sveitarfélagsins og ekki hafa gengið sem skyldi. „Geir er góður drengur en við höfum séð mörg merki þess að bæjarstjórinn réð ekki við verkefnið. Og það sama á að sjálfsögðu við um fulltrúa meirihlutans. Það hafa ýmis mál komið upp sem hafa klikkað,“ segir Eyþór. Hann segir ljóst að þessi tíðindi komi til með að vera sveitarfélaginu dýr enda kveði ráðningarsamningur á um sex mánaða biðlaun. „Og miðað við fyrri yfirlýsingar fulltrúa meirihlutans þá verður staðan auglýst á ný. Enda hafa þeir sagt að auglýsa eigi eftir bæjarstjóra á faglegum forsendum,“ segir Eyþór. Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tilkynning var send frá skrifstofu sveitarfélagsins í morgun þar sem sagt var frá því að tillaga að starfslokasamningi Geirs yrði lögð fyrir bæjarstjórnarfund á föstudaginn. „Starfsfólk á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar var upplýst í morgun um að tillagan verði lögð fram. Ekki verða veittar frekari upplýsingar fyrr en að bæjarstjórnarfundi loknum,“ sagði í tilkynningunni, en undir hana rita þau Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs, og Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar. Eyþór segir fulltrúa minnihlutans ítrekað hafa bent á ýmis mál sem varða rekstur sveitarfélagsins og ekki hafa gengið sem skyldi. „Geir er góður drengur en við höfum séð mörg merki þess að bæjarstjórinn réð ekki við verkefnið. Og það sama á að sjálfsögðu við um fulltrúa meirihlutans. Það hafa ýmis mál komið upp sem hafa klikkað,“ segir Eyþór. Hann segir ljóst að þessi tíðindi komi til með að vera sveitarfélaginu dýr enda kveði ráðningarsamningur á um sex mánaða biðlaun. „Og miðað við fyrri yfirlýsingar fulltrúa meirihlutans þá verður staðan auglýst á ný. Enda hafa þeir sagt að auglýsa eigi eftir bæjarstjóra á faglegum forsendum,“ segir Eyþór.
Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53