Einn dagur í EM-umspil: Aðeins fimm voru með liðinu á síðasta EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 10:30 Arnór Ingvi Traustason, Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævvarsson fagna sigri á Englandi á EM 2016. Allir eru enn að spila en aðeins Arnór Ingvi er í landsliðinu. Getty/Federico Gambarini Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Þetta er þó mikið breytt lið frá því sem skrifaði nýjan kafla í íslensku fótboltasöguna fyrir tæpum átta síðan. Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira