Ísraelar segja Ísland vera að drukkna í krísu Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 10:09 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands og Guðlaugur Victor Pálsson, fallast í faðma eftir leik gegn Portúgal á síðast ári Vísir/ Hulda Margrét Á ísraelska vefmiðlinum One má finna ítarlegan greinarstúf sem ber nafnið Ísland í sídýpkandi krísu. Þar eru málavendingar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár rekin en á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. „Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
„Minningar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð,“ eru orðin sem greinin hefst á og er hnignun íslenska landsliðsins frá þessum tímum svo kortlögð. Á þeim tíma hafi vonir staðið til þess að góður árangur Íslands inn á knattspyrnuvellinum myndi halda áfram. Ein kynslóð myndi taka við af annarra. „Í stuttu máli sagt varð það ekki raunin. Hnignun liðsins var hröð.“ Michael Yokhin, blaðamaður One sem ritar greinina segir nokkrar ástæður fyrir döprum árangri íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Rekur hann meðal annars þar mál nokkurra af stærstu leikmönnum íslenska landsliðsins. Mál tengd Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni, sem voru sakaðir um kynferðisbrot, eigi þátt í því en bæði mál hafa nú verið látið niður falla en á meðan að málin voru í gangi máttu Gylfi Þór og Aron ekki spila með landsliðinu. Þá vekur hann athygli á því að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, sé snúinn aftur í íslenska landsliðið eftir af kynferðisbrotamál á hendur honum var látið niður falla. Niðurfellingin var kærð en stjórn KSÍ hefur heimilað Alberti að taka þátt í leik morgundagsins. Staðreyndin sé einnig sú að fáir leikmenn í núverandi leikmannahópi Íslands hafi verið hluti af HM hópi liðsins árið 2018. Á sama tíma séu nokkur dæmi um núverandi landsliðsmenn Íslands sem séu að fá fá tækifæri með sínum félagsliðum. Nefnir Yochin þá Hjört Hermannsson, Hákon Rafn Valdimarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Yokhin tekur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands einnig fyrir. „Hann er hikandi í að gefa tveimur ungum leikmönnum tækifæri á miðjunni. Segir þá of unga. Þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristian Nökkva Hlynsson sem er jafnan í byrjunarliði Ajax. Hann er án efa mest skapandi leikmaður Íslands þessa dagana en hefur bara einn hálfleik á sinni ferilskrá með íslenska landsliðinu. Ekki er búist við því að Hareide tefli honum fram gegn Ísrael. Það eru góðar fréttir fyrir Alon Hazan (landsliðsþjálfara Ísrael) og leikmenn hans.“ Á heildina litið hafi frammistaða Íslands í síðustu undankeppni ekki verið upp á marga fiska. „Drastískar breytingar þurfa að eiga sér stað ef leikurinn gegn Ísrael á ekki að vera beint framhald af þeirri undankeppni. Sæluminningarnar um EM 2016 og HM 2018 virðast nú í órafjarlægð og í raun og veru er staða íslenska liðsins dökk eins og er. Ísraelska landsliðið ber nú þá ábyrgð að sjá til þess að Íslendingar komist ekki út úr sinni krísu.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira