Óforsvaranlegt að 2,1 milljarði verði varið til listaverkakaupa fyrir nýja Landspítalann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 12:11 Ein samkeppni hefur þegar verið haldin um listaverk við nýja Landspítalann en þar varð hlutskarpast verkið Upphaf eftir Þórdísi Erlu Zoëga. Jón Gunnarsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á myndlistarlögum, þar sem lagt er til að kvöð um að verja prósenti af heildarkostnaði opinberrar byggingar til listaverkakaupa verði felld niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að heildarkostnaður nýbygginga geti verið mjög hár og til dæmis sé áætlaður heildarbyggingarkostnaður nýs Landspítala 210 milljarðar króna. Það sé mat flutningsmanna frumvarpsins að það sé ekki hægt að réttlæta að einu prósenti, eða 2,1 milljarði króna, verði varið til listaverkakaupa fyrir eina byggingu. „Kaup á listaverkum eru í eðli sínu mjög frábrugðin hefðbundnum fjárútlátum hins opinbera vegna nýbygginga. Í fyrsta lagi hafa listaverkin hvorki áhrif á notkunarmöguleika byggingarinnar eða þá starfsemi sem byggingin hýsir. Í öðru lagi eru gæði listaverka eingöngu byggð á huglægu mati. Fagurfræðilegt mat er alltaf háð persónulegri skoðun hvers og eins og því ómögulegt að slá því föstu að tiltekið listaverk sé betra eða fegurra en önnur,“ segir í greinargerðinni. Því sé óeðlilegt að miða við tiltekna lágmarksfjárhæð við listaverkakaup, óháð þörfum byggingarinnar og gæðum þess sem keypt er. Fjárfesting af þessu tagi samrýmist illa kröfum laga um hagkvæma opinbera fjárstjórn. Fjölbreytileiki opinberra bygginga sé mikill og sumar þeirra þess eðlis að almenningi er bannaður aðgangur, til dæmis fangelsi og varnarmannvirki. Þar sé bersýnilega ekki jafn mikil þörf á því að kaupa listaverk. Frumvarpið nær eingöngu til 14. ákvæðis myndlistarlaga, þar sem kveðið er á um að prósenti af heildarbyggingarkostnaði sé varið til listaverkakaupa, en ekki 13. ákvæðisins, þar sem segir að opinberar byggingar og umhverfi þeirra skuli fegra með listaverkum. Landspítalinn Myndlist Rekstur hins opinbera Reykjavík Menning Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að heildarkostnaður nýbygginga geti verið mjög hár og til dæmis sé áætlaður heildarbyggingarkostnaður nýs Landspítala 210 milljarðar króna. Það sé mat flutningsmanna frumvarpsins að það sé ekki hægt að réttlæta að einu prósenti, eða 2,1 milljarði króna, verði varið til listaverkakaupa fyrir eina byggingu. „Kaup á listaverkum eru í eðli sínu mjög frábrugðin hefðbundnum fjárútlátum hins opinbera vegna nýbygginga. Í fyrsta lagi hafa listaverkin hvorki áhrif á notkunarmöguleika byggingarinnar eða þá starfsemi sem byggingin hýsir. Í öðru lagi eru gæði listaverka eingöngu byggð á huglægu mati. Fagurfræðilegt mat er alltaf háð persónulegri skoðun hvers og eins og því ómögulegt að slá því föstu að tiltekið listaverk sé betra eða fegurra en önnur,“ segir í greinargerðinni. Því sé óeðlilegt að miða við tiltekna lágmarksfjárhæð við listaverkakaup, óháð þörfum byggingarinnar og gæðum þess sem keypt er. Fjárfesting af þessu tagi samrýmist illa kröfum laga um hagkvæma opinbera fjárstjórn. Fjölbreytileiki opinberra bygginga sé mikill og sumar þeirra þess eðlis að almenningi er bannaður aðgangur, til dæmis fangelsi og varnarmannvirki. Þar sé bersýnilega ekki jafn mikil þörf á því að kaupa listaverk. Frumvarpið nær eingöngu til 14. ákvæðis myndlistarlaga, þar sem kveðið er á um að prósenti af heildarbyggingarkostnaði sé varið til listaverkakaupa, en ekki 13. ákvæðisins, þar sem segir að opinberar byggingar og umhverfi þeirra skuli fegra með listaverkum.
Landspítalinn Myndlist Rekstur hins opinbera Reykjavík Menning Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira