Blóðug og særð í andliti en setti heimsmet Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 09:00 Silje Opseth lenti illa og á andlitinu á sunnudagsmorgun en setti svo heimsmet. Getty/Leo Authamayou Skíðastökkvarinn Silje Opseth var blóðug og særð í framan en lét það ekki stöðva sig í að setja nýtt og glæsilegt heimsmet í skíðastökki, í heimalandi sínu Noregi á sunnudaginn. Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022. Skíðaíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022.
Skíðaíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti