Jakob Reynir Aftur reynir aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2024 19:35 Jakob Reynir Jakobsson vill fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Vísir/Arnar Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. Fyrir helgi tók Mannanafnanefnd fyrir mál manns sem vildi fá eigin- og millinafnið Aftur samþykkt. Nafninu var hafnað í báðum flokkum og í rökstuðningi nefndarinnar segir að það gangi gegn eðli íslenskrar nafnmyndunar að búa til nöfn úr atviksorðum og öðrum smáorðum. Þá gætu slík nöfn verið nafnbera til ama. Það var Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður á Horninu í miðbæ Reykjavíkur, sem sótti um að fá nafnið samþykkt. Hann hafði stefnt á að taka nafnið upp og heita þá Jakob Reynir Aftur Jakobsson. „Fyrir um það bil 42 mánuðum síðan var ég á mjög vondum stað í lífinu, búinn að vera lengi. Þannig ég lít svolítið á það að ég fékk tækifæri til að reyna aftur. Þannig þetta hefur þannig þýðingu fyrir mig þótt þetta sé til helmings húmorinn, þá er það þannig að nú er ég búinn að ná þessum árangri í lífinu og fékk tækifæri til þess að reyna aftur,“ segir Jakob Reynir. Þrátt fyrir höfnun Mannanafnanefndar ætlar Jakob Reynir ekki að gefast upp. Jakob Reynir Aftur, reynir aftur. „Útskýringarnar sem ég fékk við þessum fannst mér svolítið þunnar. Það var talað um að enginn hafi heitið atviksorði áður og þetta mætti ekki valda fólki ama. Ég er lögráða og borga skatta. Þetta er mín ákvörðun og mér finnst þetta orðið úrelt að þú megir ekki heita það sem þig langar til,“ segir Jakob Reynir. Og það verður veisla ef Jakob fær sínu framgengt. „Þegar þetta gengur í gegn, þá verður skírnarveisla. Það er klárt mál,“ segir Jakob Reynir. Skírður upp á nýtt? „Já, skírður upp á nýtt.“ Endurfæddur Jakob Reynir Aftur? „Já, klárt,“ segir Jakob Reynir og hlær. Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Fyrir helgi tók Mannanafnanefnd fyrir mál manns sem vildi fá eigin- og millinafnið Aftur samþykkt. Nafninu var hafnað í báðum flokkum og í rökstuðningi nefndarinnar segir að það gangi gegn eðli íslenskrar nafnmyndunar að búa til nöfn úr atviksorðum og öðrum smáorðum. Þá gætu slík nöfn verið nafnbera til ama. Það var Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður á Horninu í miðbæ Reykjavíkur, sem sótti um að fá nafnið samþykkt. Hann hafði stefnt á að taka nafnið upp og heita þá Jakob Reynir Aftur Jakobsson. „Fyrir um það bil 42 mánuðum síðan var ég á mjög vondum stað í lífinu, búinn að vera lengi. Þannig ég lít svolítið á það að ég fékk tækifæri til að reyna aftur. Þannig þetta hefur þannig þýðingu fyrir mig þótt þetta sé til helmings húmorinn, þá er það þannig að nú er ég búinn að ná þessum árangri í lífinu og fékk tækifæri til þess að reyna aftur,“ segir Jakob Reynir. Þrátt fyrir höfnun Mannanafnanefndar ætlar Jakob Reynir ekki að gefast upp. Jakob Reynir Aftur, reynir aftur. „Útskýringarnar sem ég fékk við þessum fannst mér svolítið þunnar. Það var talað um að enginn hafi heitið atviksorði áður og þetta mætti ekki valda fólki ama. Ég er lögráða og borga skatta. Þetta er mín ákvörðun og mér finnst þetta orðið úrelt að þú megir ekki heita það sem þig langar til,“ segir Jakob Reynir. Og það verður veisla ef Jakob fær sínu framgengt. „Þegar þetta gengur í gegn, þá verður skírnarveisla. Það er klárt mál,“ segir Jakob Reynir. Skírður upp á nýtt? „Já, skírður upp á nýtt.“ Endurfæddur Jakob Reynir Aftur? „Já, klárt,“ segir Jakob Reynir og hlær.
Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34