Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2024 10:30 Dominik Szoboszlai er nú orðinn fyrirliði ungverska landsliðsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira