Albert snýr aftur í íslenska landsliðið í komandi verkefni liðsins gegn Ísrael í mikilvægum umspilsleik fyrir EM 2024. Er það í fyrsta sinn sem Albert kemur inn í landsliðið eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var lagt niður á dögunum.
Enn getur kærandinn í málinu kært niðurfellinguna en KSÍ hefur ekki svarað því hvað verður um veru Alberts í hópnum ef svo fer.
„Ég veit ekki hve mikið ég get sagt um það,“ svaraði Hareide. „Ég hef verið í sambandi við Albert allan tímann til að missa hann ekki alveg. Hann er mjög gíraður og tilbúinn að spila ef hann má. Þess vegna er hann í hópnum."
Hareide kveðst helst ekki vilja hugsa út í þann möguleika að Albert gæti dottið út úr hópnum, verði ákvörðunin um að fella mál gegn honum niður kærð. Reglur KSÍ séu hins vegar skýrar og þeim fylgi hann.
„Ég verð að fylgja þeim reglum. Það breytir því ekkert. Þetta yrðu vonbrigði fyrir Ísland og Albert.“