Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2024 11:01 Hákon Arnar Haraldsson hóf landsliðsferil sinn á því að mæta Ísrael, sumarið 2022. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. Liðin voru nefnilega saman í riðli í Þjóðadeildinni árið 2022, og mættust í tveimur leikjum í júní. Báðir leikir fóru 2-2. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum síns riðils, Ísrael þó ofar, og sá árangur var það sem að lokum skilaði þeim í þetta umspil um eitt af síðustu lausu sætunum á EM í Þýskalandi. Þegar liðin mættust síðast lék Ísland undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og fór fyrri leikurinn fram í Ísrael. Shon Weissman tryggði Ísrael stig með marki seint í leiknum, eftir að Þórir Jóhann Helgason (með sínu fyrsta landsliðsmark) og Arnór Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1. Fyrsta mark leiksins kom eftir góðan undirbúning Manor Solomon, núverandi leikmanns Tottenham, en hann missir af leiknum núna vegna meiðsla. Leikurinn í Ísrael var jafnframt fyrsti landsleikur Hákons Arnars Haraldssonar, sem þá var nýorðinn nítján ára gamall. Hann var einnig í liðinu á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar þegar Ísland gerði aftur 2-2 jafntefli við Ísrael. Aftur skoraði Þórir Jóhann í leiknum, og kom Íslandi í 2-1, en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu, í kjölfarið á löngu innkasti Harðar Björgvins Magnússonar. Jöfnunarmark Ísraelsmanna kom eftir myndbandsskoðun, en boltinn þótti hafa farið rétt yfir línuna áður en Rúnar Alex Rúnarsson varði. Alfreð og Kolbeinn skoruðu í Tel Aviv Liðin hafa alls mæst fimm sinnum og þó að Ísland hafi skorað tvö mörk í fjórum leikjanna þá hefur liðið aldrei fagnað sigri. Fyrst mættust þjóðirnar í tveimur vináttulandsleikjum árið 1992, gerðu 2-2 jafntefli ytra og Ísrael vann svo 2-0 útisigur á Laugardalsvelli. Þau mættust svo aftur í vináttulandsleik í Tel Aviv árið 2010, þar sem Ísrael vann 3-2 í leik þar sem Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
Liðin voru nefnilega saman í riðli í Þjóðadeildinni árið 2022, og mættust í tveimur leikjum í júní. Báðir leikir fóru 2-2. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum síns riðils, Ísrael þó ofar, og sá árangur var það sem að lokum skilaði þeim í þetta umspil um eitt af síðustu lausu sætunum á EM í Þýskalandi. Þegar liðin mættust síðast lék Ísland undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og fór fyrri leikurinn fram í Ísrael. Shon Weissman tryggði Ísrael stig með marki seint í leiknum, eftir að Þórir Jóhann Helgason (með sínu fyrsta landsliðsmark) og Arnór Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1. Fyrsta mark leiksins kom eftir góðan undirbúning Manor Solomon, núverandi leikmanns Tottenham, en hann missir af leiknum núna vegna meiðsla. Leikurinn í Ísrael var jafnframt fyrsti landsleikur Hákons Arnars Haraldssonar, sem þá var nýorðinn nítján ára gamall. Hann var einnig í liðinu á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar þegar Ísland gerði aftur 2-2 jafntefli við Ísrael. Aftur skoraði Þórir Jóhann í leiknum, og kom Íslandi í 2-1, en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu, í kjölfarið á löngu innkasti Harðar Björgvins Magnússonar. Jöfnunarmark Ísraelsmanna kom eftir myndbandsskoðun, en boltinn þótti hafa farið rétt yfir línuna áður en Rúnar Alex Rúnarsson varði. Alfreð og Kolbeinn skoruðu í Tel Aviv Liðin hafa alls mæst fimm sinnum og þó að Ísland hafi skorað tvö mörk í fjórum leikjanna þá hefur liðið aldrei fagnað sigri. Fyrst mættust þjóðirnar í tveimur vináttulandsleikjum árið 1992, gerðu 2-2 jafntefli ytra og Ísrael vann svo 2-0 útisigur á Laugardalsvelli. Þau mættust svo aftur í vináttulandsleik í Tel Aviv árið 2010, þar sem Ísrael vann 3-2 í leik þar sem Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira