Sjóðandi hiti og minnir á húsið sem fauk í Hveragerði: „Það er skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 13:01 Íslenska landsliðið æfir í eins konar loftbóluhúsi í Aþenu, fyrir leikina við heimamenn. Instagram/@hsi_iceland Húsnæðið sem strákarnir okkar æfa í þessa dagana, fyrir komandi leiki handboltalandsliðsins við Grikkland í Aþenu, þykir minna á „loftbóluhúsið“ svokallaða sem nýtt var til knattspyrnuiðkunar í Hveragerði. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Landslið karla í handbolta Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma.
Landslið karla í handbolta Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira