Sancho á skotskónum þegar Dortmund fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2024 21:54 Jadon Sancho fagnar gríðarlega mikilvægu marki sínu fyrir Borussia Dortmund í kvöld. Getty/Leon Kuegeler Borussia Dortmund vann þá 2-0 sigur á PSV Eindhoven í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Hollandi. Mark Sancho kom Dortmund í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik þegar hann skoraði með hnitmiðuðu skoti rétt fyrir utan vítateiginn. Hann fékk boltann frá Julian Brandt og fékk tíma til að athafna sig. Dortmund átti möguleika á því að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en tókst ekki. PSV Eindhoven ógnaði síðan liði Dortmund heilmikið í seinni hálfleiknum en tókst ekki að jafna. Niclas Fullkrug hélt reyndar að hann hefði komið Dortmund í 2-0 en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þar munaði bara millimetra. Spennan var því áfram í einvíginu. Luuk de Jong og félagar leituðu að jöfnunarmarki en það kom ekki þrátt fyrir margar lofandi sóknir. Dauðafæri De Jong í uppbótartíma var það sárasta en hann gat varla fengið betra færi. Fékk boltann í teignum en skaut yfir markið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar tryggði Marco Reus síðan Dortmund sigurinn þegar hann slapp einn í gegn og skoraði örugglega. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Borussia Dortmund vann þá 2-0 sigur á PSV Eindhoven í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Hollandi. Mark Sancho kom Dortmund í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik þegar hann skoraði með hnitmiðuðu skoti rétt fyrir utan vítateiginn. Hann fékk boltann frá Julian Brandt og fékk tíma til að athafna sig. Dortmund átti möguleika á því að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en tókst ekki. PSV Eindhoven ógnaði síðan liði Dortmund heilmikið í seinni hálfleiknum en tókst ekki að jafna. Niclas Fullkrug hélt reyndar að hann hefði komið Dortmund í 2-0 en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þar munaði bara millimetra. Spennan var því áfram í einvíginu. Luuk de Jong og félagar leituðu að jöfnunarmarki en það kom ekki þrátt fyrir margar lofandi sóknir. Dauðafæri De Jong í uppbótartíma var það sárasta en hann gat varla fengið betra færi. Fékk boltann í teignum en skaut yfir markið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar tryggði Marco Reus síðan Dortmund sigurinn þegar hann slapp einn í gegn og skoraði örugglega.