Vonar að búsetu í húsinu verði hætt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2024 12:18 Jón Viðar Matthíasson er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sigurbjörgu Hlöðversdóttur, 62 ára öryrkja, sem býr í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Hún lýsti ófögrum samskiptum sínum við leigusala sinn sem hún segir hafa lofað að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu en ekki staðið við það. Leigusalinn, lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason, steig fram síðan í viðtali hjá Vísi í morgun og viðurkenndi að húsnæðið sé ekki hæft langtímaleigu, heldur hafi Sigurbjörg krafist þess að fá að búa þar. Alvarlegt og dapurt Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að útfrá ljósmyndum af húsinu sé það ekki gott að einhver sé búsettur þar. „Þetta er alvarlegt og mjög dapurt. Ég vona svo innilega að búsetu þarna verði hætt og húsið lagað og komið í gagnið. Þeim úrbótum skilað til byggingarfulltrúa og við fáum þá tækifæri til að koma að því út frá brunavörnum,“ segir Jón Viðar. Friðhelgi einkalífsins flækir málin Slökkviliðið á erfitt með að sinna eftirliti í húsnæði sem er skráð íbúðarhúsnæði, líkt og húsið sem Sigurbjörg býr í. „Almennt hjá okkur í eldvarnareftirlitinu er það atvinnuhúsnæði sem við skoðum. Í einstaka tilvikum þegar við fáum ábendingar þá höfum við farið inn í íbúðarhúsnæði en það er mjög erfitt fyrir okkur að fara inn í íbúðarhúsnæði bara út frá friðhelgi einkalífsins,“ segir Jón Viðar. Leynast oft hættur í samþykktu íbúðarhúsnæði Hann segir meintan þrýsting Sigurbjargar á leigusalann ekki breyta því að ábyrgðin sé hans. „Í sumum tilvikum eins og þetta dæmi sannar og mörg önnur, þá getur verið ákveðin hætta í íbúðarhúsnæði sem er hannað sem slíkt,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sigurbjörgu Hlöðversdóttur, 62 ára öryrkja, sem býr í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Hún lýsti ófögrum samskiptum sínum við leigusala sinn sem hún segir hafa lofað að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu en ekki staðið við það. Leigusalinn, lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason, steig fram síðan í viðtali hjá Vísi í morgun og viðurkenndi að húsnæðið sé ekki hæft langtímaleigu, heldur hafi Sigurbjörg krafist þess að fá að búa þar. Alvarlegt og dapurt Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að útfrá ljósmyndum af húsinu sé það ekki gott að einhver sé búsettur þar. „Þetta er alvarlegt og mjög dapurt. Ég vona svo innilega að búsetu þarna verði hætt og húsið lagað og komið í gagnið. Þeim úrbótum skilað til byggingarfulltrúa og við fáum þá tækifæri til að koma að því út frá brunavörnum,“ segir Jón Viðar. Friðhelgi einkalífsins flækir málin Slökkviliðið á erfitt með að sinna eftirliti í húsnæði sem er skráð íbúðarhúsnæði, líkt og húsið sem Sigurbjörg býr í. „Almennt hjá okkur í eldvarnareftirlitinu er það atvinnuhúsnæði sem við skoðum. Í einstaka tilvikum þegar við fáum ábendingar þá höfum við farið inn í íbúðarhúsnæði en það er mjög erfitt fyrir okkur að fara inn í íbúðarhúsnæði bara út frá friðhelgi einkalífsins,“ segir Jón Viðar. Leynast oft hættur í samþykktu íbúðarhúsnæði Hann segir meintan þrýsting Sigurbjargar á leigusalann ekki breyta því að ábyrgðin sé hans. „Í sumum tilvikum eins og þetta dæmi sannar og mörg önnur, þá getur verið ákveðin hætta í íbúðarhúsnæði sem er hannað sem slíkt,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira