Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 07:30 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb fyrir aðeins tveimur vikum, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira