Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2024 21:21 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Bjarni Einarsson Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. „Það er líklegt að það sé stutt í gos. Ég yrði nú hissa ef það væri ekki komið gos eftir viku. Ef ekkert gerist, þá yrði ég nú svolítið hissa,“ segir Magnús Tumi í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að mér þykir líklegt að það komi gos á næstu dögum en það er ekki hægt að slá neinu föstu. Vegna þess að þetta heldur áfram að þenjast út. Og það virðist vera að safnast bara svipað af kviku á degi hverjum eins og búið að vera núna í nokkra mánuði. Þannig að við erum ekkert að sjá neinn endi á þessum atburðum,“ segir prófessorinn. Síðast gaus á Sundhnúkssprungunni þann 8. febrúar. Þá kom eldgosið upp á miðri sprungunni.Vísir/Björn Steinbekk Um staðsetningu næsta eldgoss telur hann líklegast að það gjósi aftur á miðri Sundhnúkssprungunni. „Það er sú sprunga. Það er svona spurning hvort það er mið sprungan eða hvort það leitar aðeins meira til norðurs, hugsanlega kannski eitthvað meira til suðurs. Ég held að við verðum að telja það langlíklegast því að það er auðveldasta leiðin fyrir kvikuna; upp Sundhnúkasprunguna. Ef að það tæki upp á því að fara einhverja aðra leið þá þarf að brjóta upp skorpuna. Og það færi ekkert framhjá okkur. Þá myndum við sjá mikla skjálftavirkni og aflögun og mikil læti þegar ef það færi að gerast einhverstaðar annarsstaðar. Auðvelda leiðin er þarna. Hún er langlíklegust,“ segir Magnús Tumi. Horft í átt að Svartsengi og Eldvörpum í síðasta eldgosi. Þarna er hraunið nýbyrjað að renna yfir Grindavíkurveg.Vísir/Björn Steinbekk Um það hvort dráttur á eldgosi með aukinni þenslu gæti þýtt öflugra gos eða öðruvísi hegðun svarar jarðeðlisfræðingurinn: „Við eigum von á svipuðum atburði. Hann gæti orðið eitthvað pínulítið stærri. Við vitum það ekki. Það eru allskonar sviðsmyndir mögulegar. Ein er sú að það skrúfist fyrir og verði rólegt í einhvern tíma. Önnur er sú að í staðinn fyrir að gosið hætti þá detti það í sírennsli. Fáum eitthvað svipað eins og í Fagradalsfjalli. Það er ekkert útilokað að það fari þessar leiðir. En tíminn bara leiðir það í ljós.“ Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 En hvaða líkur telur hann á því að eldgos brjótist upp á nýjum stað, eins og við Svartsengi eða í Eldvörpum? Og hvað um hugsanlegt gos í sjó út af Reykjanesi? Svörin má sjá í frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira
„Það er líklegt að það sé stutt í gos. Ég yrði nú hissa ef það væri ekki komið gos eftir viku. Ef ekkert gerist, þá yrði ég nú svolítið hissa,“ segir Magnús Tumi í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að mér þykir líklegt að það komi gos á næstu dögum en það er ekki hægt að slá neinu föstu. Vegna þess að þetta heldur áfram að þenjast út. Og það virðist vera að safnast bara svipað af kviku á degi hverjum eins og búið að vera núna í nokkra mánuði. Þannig að við erum ekkert að sjá neinn endi á þessum atburðum,“ segir prófessorinn. Síðast gaus á Sundhnúkssprungunni þann 8. febrúar. Þá kom eldgosið upp á miðri sprungunni.Vísir/Björn Steinbekk Um staðsetningu næsta eldgoss telur hann líklegast að það gjósi aftur á miðri Sundhnúkssprungunni. „Það er sú sprunga. Það er svona spurning hvort það er mið sprungan eða hvort það leitar aðeins meira til norðurs, hugsanlega kannski eitthvað meira til suðurs. Ég held að við verðum að telja það langlíklegast því að það er auðveldasta leiðin fyrir kvikuna; upp Sundhnúkasprunguna. Ef að það tæki upp á því að fara einhverja aðra leið þá þarf að brjóta upp skorpuna. Og það færi ekkert framhjá okkur. Þá myndum við sjá mikla skjálftavirkni og aflögun og mikil læti þegar ef það færi að gerast einhverstaðar annarsstaðar. Auðvelda leiðin er þarna. Hún er langlíklegust,“ segir Magnús Tumi. Horft í átt að Svartsengi og Eldvörpum í síðasta eldgosi. Þarna er hraunið nýbyrjað að renna yfir Grindavíkurveg.Vísir/Björn Steinbekk Um það hvort dráttur á eldgosi með aukinni þenslu gæti þýtt öflugra gos eða öðruvísi hegðun svarar jarðeðlisfræðingurinn: „Við eigum von á svipuðum atburði. Hann gæti orðið eitthvað pínulítið stærri. Við vitum það ekki. Það eru allskonar sviðsmyndir mögulegar. Ein er sú að það skrúfist fyrir og verði rólegt í einhvern tíma. Önnur er sú að í staðinn fyrir að gosið hætti þá detti það í sírennsli. Fáum eitthvað svipað eins og í Fagradalsfjalli. Það er ekkert útilokað að það fari þessar leiðir. En tíminn bara leiðir það í ljós.“ Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 En hvaða líkur telur hann á því að eldgos brjótist upp á nýjum stað, eins og við Svartsengi eða í Eldvörpum? Og hvað um hugsanlegt gos í sjó út af Reykjanesi? Svörin má sjá í frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48
Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. 5. mars 2024 09:01