Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2024 13:46 Þorbjörg Sigríður og Stefán Vagn voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. vísir Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira