Hundóánægðir bændur með reglugerð um sjálfbæra nýtingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 14:30 Kristinn Guðnason í Skarði í Landsveit, sem trúir ekki að reglugerðin um sjálfbæra nýtingu lands fari í gegnum stjórnkerfið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins og fjölmargar sveitarstjórnir vítt og breitt um landið eru hundóánægðar með reglugerð úr samráðsgátt stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu í samræmi við markmikið laga um landgræðslu. Nái reglugerðin fram að ganga sé nánast gengið að sauðfjárbúskap dauðum. Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira