„Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2024 08:00 Dagný Brynjarsdóttir smellir kossi á Brynjar son sinn sem nú hefur eignast lítinn bróður. VÍSIR/VILHELM Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“ Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Það var að frumkvæði West Ham sem myndin var gerð en hún var forsýnd í Lundúnum á miðvikudaginn. Í henni segir Dagný frá þeim áskorunum sem felast í því að verða mamma í fótbolta, en hún eignaðist sinn annan son í síðasta mánuði. Myndina má sjá á YouTube. Liðsfélagar Dagnýjar úr West Ham voru á meðal gesta á forsýningunni, ásamt fjölmiðlafólki og fleirum. Þar á meðal var ástralska landsliðskonan Katrina Gorry, ásamt tveggja ára dóttur sinni Harper og maka, en Gorry á von á sínu öðru barni. Hún hrósaði Dagnýju í hástert. Skilja betur vandræðin og fallegu stundirnar „Þetta er alveg magnað. Ég held að eftir því sem fleiri sjá þessa mynd þá muni fleiri skilja vandræðin sem fylgja þessu en líka fallegu stundirnar. Fólk fær að taka þátt í þeim. Dagný ryður brautina, ekki bara fyrir fótboltakonur heldur íþróttakonur um allan heim. Þegar ég var yngri hélt ég að skórnir þyrftu að fara upp í hillu áður en ég gæti stofnað til fjölskyldu. Það er gott að hlutirnir séu að breytast og félögin sýni meiri stuðning,“ sagði Gorry við BBC. „Dagný er með frábæran stuðning frá fjölskyldunni og frá félaginu sínu, svo maður skilur hvað hún er tilbúin að leggja á sig á vellinum. Það er svo mikið meiri gleði sem fylgir því að spila þegar maður er líka að spila fyrir einhvern annan. Þegar maður gengur af velli þá gefa þau manni bros. Það skiptir engu máli hvað gekk á í leiknum. Sem fótboltamaður þá getur maður ekki beðið um meira,“ sagði Gorry. Talaði við Dagnýju áður en hún samdi Gorry kveðst hafa samið við West Ham að stórum hluta vegna þess hve vel félagið standi við bakið á mæðrum. „Ég talaði talsvert við Dagnýju áður en ég skrifaði undir og vissi að hún hefði fengið mikinn stuðning hérna. Stelpurnar voru frábærar og sýndu mikinn stuðning. Það skipti mestu máli fyrir mig,“ sagði Gorry. Framherjinn Vivian Asseyi hrósaði Dagnýju einnig og sagði meðal annars: „Það er gott að við höfum núna fordæmi eins og Dagnýjar, til að sýna öllum að það er hægt að eignast barn og eiga líf [utan fótboltans].“
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira