Spænskir líffræðingar komu lunda í Reynisfjöru til bjargar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 15:09 Heiðrún segir lundann augljóslega hafa verið vængbrotinn. Heiðrún Hauksdóttir Tveir spænskir líffræðingar, sem vinna á veitingastaðnum Svarta fjaran í Reynisfjöru, komu lunda, sem fannst slasaður í fjörunni, til bjargar í morgun. Nokkuð óvenjulegt telst að lundi sé kominn til landsins í byrjun marsmánaðar. Heiðrún Hauksdóttir, leiðsögumaður hjá Tröll. Heiðrún Hauksdóttir Leiðsögumaðurinn Heiðrún Hauksdóttir var í Reynisfjöru snemma í morgun þegar hún gekk fram á lunda, sem lá í Reynisfjöru augljóslega meiddur. „Hann hefur augljóslega hrakist til landsins greyið. Hann var ekki sprækur,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Hún geti ekki getið sér til um hvers vegna þessi eini lundi er kominn til landsins: Hvort hlýindin að undanförnu hafi ruglað hann í rýminu eða hann hafi orðið eftir á landinu í haust og lifað veturinn af í kuldanum. Hér má sjá hve vel lundinn féll í umhverfi sitt í fjörunni.Heiðrún Hauksdóttir „Hann hafði hjúfrað sig niður í sandinn. Ég vildi ekki að einhver traðkaði yfir hann, hann var greinilega vængbrotinn. Það er spurning hvort fálki hafi slegið hann. Ég vildi ekki skilja hann alveg eftir í reiðuleysi,“ segir Heiðrún. Búið er að búa um lundann í pappakassa.Aðsend „Það vill svo vel til að það er spænskt par að vinna á veitingastaðnum þarna, Svörtu fjörunni, og þau eru bæði líffræðingar. Hún, sem heitir Áróra, er fuglafræðingur og er vön að merkja fugla heima á Spáni. Þau komu og hún vissi alveg hvernig hlúa ætti að honum. Ekki vildi maður að líf hans endaði þannig að einhver sparkaði í hann eða traðkaði á honum,“ segir Heiðrún. Nokkuð óvenjulegt má teljast að lundi finnist við landið á þessum árstíma en dvalartími hans hér við Íslandsstrendur er frá apríl fram í september. Fuglinn er því nokkrum vikum of snemma á ferðinni. „Þeir eiga ekki að vera komnir núna en það er erfitt að vita hvort hann villtist núna eða hefur verið að hrekjast hérna í vetur.“ Spænsku sjávarlíffræðingur sem vinnur á veitingastað í Reynisfjöru sótti lundann.Aðsend Dýr Mýrdalshreppur Fuglar Reynisfjara Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Heiðrún Hauksdóttir, leiðsögumaður hjá Tröll. Heiðrún Hauksdóttir Leiðsögumaðurinn Heiðrún Hauksdóttir var í Reynisfjöru snemma í morgun þegar hún gekk fram á lunda, sem lá í Reynisfjöru augljóslega meiddur. „Hann hefur augljóslega hrakist til landsins greyið. Hann var ekki sprækur,“ segir Heiðrún í samtali við fréttastofu. Hún geti ekki getið sér til um hvers vegna þessi eini lundi er kominn til landsins: Hvort hlýindin að undanförnu hafi ruglað hann í rýminu eða hann hafi orðið eftir á landinu í haust og lifað veturinn af í kuldanum. Hér má sjá hve vel lundinn féll í umhverfi sitt í fjörunni.Heiðrún Hauksdóttir „Hann hafði hjúfrað sig niður í sandinn. Ég vildi ekki að einhver traðkaði yfir hann, hann var greinilega vængbrotinn. Það er spurning hvort fálki hafi slegið hann. Ég vildi ekki skilja hann alveg eftir í reiðuleysi,“ segir Heiðrún. Búið er að búa um lundann í pappakassa.Aðsend „Það vill svo vel til að það er spænskt par að vinna á veitingastaðnum þarna, Svörtu fjörunni, og þau eru bæði líffræðingar. Hún, sem heitir Áróra, er fuglafræðingur og er vön að merkja fugla heima á Spáni. Þau komu og hún vissi alveg hvernig hlúa ætti að honum. Ekki vildi maður að líf hans endaði þannig að einhver sparkaði í hann eða traðkaði á honum,“ segir Heiðrún. Nokkuð óvenjulegt má teljast að lundi finnist við landið á þessum árstíma en dvalartími hans hér við Íslandsstrendur er frá apríl fram í september. Fuglinn er því nokkrum vikum of snemma á ferðinni. „Þeir eiga ekki að vera komnir núna en það er erfitt að vita hvort hann villtist núna eða hefur verið að hrekjast hérna í vetur.“ Spænsku sjávarlíffræðingur sem vinnur á veitingastað í Reynisfjöru sótti lundann.Aðsend
Dýr Mýrdalshreppur Fuglar Reynisfjara Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira