Sextán ára skaut Barcelona í silfursætið 8. mars 2024 21:56 Lamine Yamal hefur slegið í gegn með Barcelona í vetur. Getty/Jose Breton Hinn sextán ára gamli Lamine Yamal heldur áfram að slá í gegn með Barcelona í spænsku 1. deildinni í fótbolta en hann skoraði afar snoturt mark í kvöld. Yamal skoraði eina markið í sigri Börsunga á Mallorca, á 73. mínútu, þegar hann sneri á varnarmann rétt innan teigs og skrúfaði boltann í fjærhornið. Ilkay Gündogan hafði fengið kjörið tækifæri til að koma Barcelona yfir í fyrri hálfleik en vítaspyrna hans var varin. Yamal kom hins vegar til bjargar. Lamine Yamal scores fantastic goal and it s 13 G/A contributions this season for the 16 year old talent.He will turn 17 in July. pic.twitter.com/XCgQmTsEHT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2024 Þetta var fjórða mark Yamal í spænsku deildinni í vetur og hann hefur einnig lagt upp sex mörk. Alls hefur hann skorað eða lagt upp þrettán mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Sigurinn kom Barcelona upp fyrir Girona í 2. sæti, en Girona á leik til góða. Börsungar eru með 61 stig en enn fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid sem á auk þess leik til góða. Spænski boltinn
Hinn sextán ára gamli Lamine Yamal heldur áfram að slá í gegn með Barcelona í spænsku 1. deildinni í fótbolta en hann skoraði afar snoturt mark í kvöld. Yamal skoraði eina markið í sigri Börsunga á Mallorca, á 73. mínútu, þegar hann sneri á varnarmann rétt innan teigs og skrúfaði boltann í fjærhornið. Ilkay Gündogan hafði fengið kjörið tækifæri til að koma Barcelona yfir í fyrri hálfleik en vítaspyrna hans var varin. Yamal kom hins vegar til bjargar. Lamine Yamal scores fantastic goal and it s 13 G/A contributions this season for the 16 year old talent.He will turn 17 in July. pic.twitter.com/XCgQmTsEHT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2024 Þetta var fjórða mark Yamal í spænsku deildinni í vetur og hann hefur einnig lagt upp sex mörk. Alls hefur hann skorað eða lagt upp þrettán mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Sigurinn kom Barcelona upp fyrir Girona í 2. sæti, en Girona á leik til góða. Börsungar eru með 61 stig en enn fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid sem á auk þess leik til góða.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti