Heimir myndi elska það að vera með Greenwood í sínu liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 06:31 Heimir Hallgrímsson og Mason Greenwood gætu unnið saman í næstu framtíð verði Eyjamanninum að ósk sinni. Samsett/Getty/Getty/Matthew Ashton/Alex Caparros/ Heimir Hallgrímsson talaði á ný um áhuga sinn á því að Mason Greenwood verði landsliðsmaður Jamaíku. Eyjamaðurinn hefur aðspurður ekkert farið leynt með það að hann vilji halda dyrunum opnum fyrir fyrrum leikmann Manchester United þrátt fyrir alla hans sögu. Blaðamaður The Athletic spurði íslenska þjálfarann beint út um hinn 22 ára gamla Greenwood á kynningarfundi fyrir Þjóðadeild CONCACAF sem haldinn var í Dallas í Bandaríkjunum. „Ég vil helst ekki vera að tala um ‚hvað ef' en varðandi þetta mál þá höfum við hugsað um hann,“ sagði Heimir við The Athletic. Jamaica head coach Heimir Hallgrimsson says he would love to have Mason Greenwood playing for his side and confirmed he has spoken to the Manchester United forward about a switch.https://t.co/HjMqy9OjVP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 5, 2024 „Ég myndi elska að hafa hann í mínu liði. Eins og allir þjálfarar, þá vil ég hafa bestu leikmennina í okkar í liði en þetta er alltaf undir leikmanninum sjálfum komið og hvort hann vilji það,“ sagði Heimir. Greenwood hefur aðeins spilað einn landsleik og það var á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í september 2020. Samkvæmt FIFA reglum þá má hann enn skipta um landslið þar sem sá leikur var ekki hluti af undankeppni EM eða HM. Greenwood er nú leikmaður Getafe á Spáni eftir að Manchester United tók þá ákvörðun að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Greenwood var einn efnilegasti knattspyrnumaður Englendinga þegar upp komst um illa meðferð hans á kærustu sinni. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, valdbeitingu og líkamsárás. Greenwood neitaði öllu og málið gegn honum var síðan fellt niður í febrúar í fyrra. Það eru mjög litlar líkur á því að Gareth Southgate velji Greenwood í enska landsliðið aftur en hann má spila fyrir Jamaíku þaðan sem faðir hans er. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Eyjamaðurinn hefur aðspurður ekkert farið leynt með það að hann vilji halda dyrunum opnum fyrir fyrrum leikmann Manchester United þrátt fyrir alla hans sögu. Blaðamaður The Athletic spurði íslenska þjálfarann beint út um hinn 22 ára gamla Greenwood á kynningarfundi fyrir Þjóðadeild CONCACAF sem haldinn var í Dallas í Bandaríkjunum. „Ég vil helst ekki vera að tala um ‚hvað ef' en varðandi þetta mál þá höfum við hugsað um hann,“ sagði Heimir við The Athletic. Jamaica head coach Heimir Hallgrimsson says he would love to have Mason Greenwood playing for his side and confirmed he has spoken to the Manchester United forward about a switch.https://t.co/HjMqy9OjVP— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 5, 2024 „Ég myndi elska að hafa hann í mínu liði. Eins og allir þjálfarar, þá vil ég hafa bestu leikmennina í okkar í liði en þetta er alltaf undir leikmanninum sjálfum komið og hvort hann vilji það,“ sagði Heimir. Greenwood hefur aðeins spilað einn landsleik og það var á móti Íslandi í Þjóðadeildinni í september 2020. Samkvæmt FIFA reglum þá má hann enn skipta um landslið þar sem sá leikur var ekki hluti af undankeppni EM eða HM. Greenwood er nú leikmaður Getafe á Spáni eftir að Manchester United tók þá ákvörðun að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Greenwood var einn efnilegasti knattspyrnumaður Englendinga þegar upp komst um illa meðferð hans á kærustu sinni. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, valdbeitingu og líkamsárás. Greenwood neitaði öllu og málið gegn honum var síðan fellt niður í febrúar í fyrra. Það eru mjög litlar líkur á því að Gareth Southgate velji Greenwood í enska landsliðið aftur en hann má spila fyrir Jamaíku þaðan sem faðir hans er.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira