„Þá verður maður bara að vera mannlegur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 09:00 Brynjar Björn Gunnarsson hefur fengið það vandasama verkefni að stýra Grindavíkurliðinu þegar bærinn er lokaður og liðið að æfa á mörgum stöðum. Visir/Arnar Grindvíkingar æfa nú víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi sínum fyrir Lengjudeildina í fótbolta í sumar. Þjálfari liðsins segir að oft hafi komið upp atvik síðustu mánuði þar sem hann hafi þurft að vera mannlegur og beygja reglurnar. Grindavík spilar í næstefstu deild í sumar en liðið er eins og er heimilislaust vegna jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar Grindavíkurbæjar. Þjálfari liðsins var samt brattur fyrir komandi tímabil þegar íþróttafréttamaður Stöðvar 2 hitti hann rétt fyrir æfingu í Miðgarði í Garðabæ. Hvar og klukkan hvað? „Þetta er svolítið sérstakt og sérstaklega fyrstu einn, tvo mánuðina þá var þetta mjög sérstakt. Á hverjum morgni eða hverjum degi var maður að velta því fyrir sér hvar maður ætti að vera og klukkan hvað,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Síðustu vikur höfðum við náð að halda ótrúlega góðri rútínu, alla vega í meistaraflokki karla. Við erum búnir að fá frábæra aðstoð frá Stjörnunni, Garðabænum og Álftanesi. Það hefur verið okkur ómetanlegt síðustu vikur,“ sagði Brynjar. Hafði hann áhyggjur af því að Grindavík myndi ekkert spila í sumar? „Það hvarflaði alveg að mér en nei ég hafði það eiginlega ekki. Stjórnin og þeir sem voru í kringum félagið fóru fljótt að tala um það að halda áfram á fullri ferð, reyna að koma saman góðu liði og standa sig vel í fyrstu deildinni á næsta tímabili,“ sagði Brynjar. Eini frídagurinn daginn efrir rýmingu Brynjar segir að það hafi komið honum á óvart hversu vel leikmenn liðsins hafi tekið í þessa fordæmalausu aðstöðu síðustu mánuði. „Fyrsta daginn eftir að bærinn var rýmdur í fyrsta skiptið þá var þetta svolítið skrýtinn mánudagur en það er eiginlega eini frídagurinn sem við höfum tekið. Síðan hefur komið ýmislegt upp á eins og að menn hafi þurft að skjótast í Grindavík og ná í dót. Þá verður maður bara að vera mannlegur,“ sagði Brynjar. „Ég hef reynt að nálgast æfingarnar þannig að þetta er smá frí frá því að hafa áhyggjur af húsinu sínu, dótinu sínu, vinnu eða öðru. Það er smá frítími frá daglegu amstri að koma á æfingu,“ sagði Brynjar. Spila líklegast í Safamýrinni Er komið í ljós hvar Grindvíkingar spila sína heimaleiki á komandi tímabili? „Það er svo gott sem komið í ljós. Mér skilst að það verði í Safamýrinni. Með aðstoð góðra manna í Víkingi þá skilst mér að það sé langt komið með að við verðum þar. Fáum aðstöðu, klefa og stað fyrir dótið okkar, inn í Safamýrinni,“ sagði Brynjar. Hvernig lið er Brynjar með í höndunum? Er hann með gott lið og lið sem getur farið upp? „Ég myndi segja að við værum með gott lið í dag. Við þurfum að bæta aðeins í breiddina og í hópinn. Það er enn töluverður tími fyrir okkur því við erum ekki að byrja fyrr en í byrjun maí. Við höfum rétt um tvo mánuði til að slípa okkur saman. Það er bara góður tími ,“ sagði Brynjar Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Grindavík spilar í næstefstu deild í sumar en liðið er eins og er heimilislaust vegna jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar Grindavíkurbæjar. Þjálfari liðsins var samt brattur fyrir komandi tímabil þegar íþróttafréttamaður Stöðvar 2 hitti hann rétt fyrir æfingu í Miðgarði í Garðabæ. Hvar og klukkan hvað? „Þetta er svolítið sérstakt og sérstaklega fyrstu einn, tvo mánuðina þá var þetta mjög sérstakt. Á hverjum morgni eða hverjum degi var maður að velta því fyrir sér hvar maður ætti að vera og klukkan hvað,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Síðustu vikur höfðum við náð að halda ótrúlega góðri rútínu, alla vega í meistaraflokki karla. Við erum búnir að fá frábæra aðstoð frá Stjörnunni, Garðabænum og Álftanesi. Það hefur verið okkur ómetanlegt síðustu vikur,“ sagði Brynjar. Hafði hann áhyggjur af því að Grindavík myndi ekkert spila í sumar? „Það hvarflaði alveg að mér en nei ég hafði það eiginlega ekki. Stjórnin og þeir sem voru í kringum félagið fóru fljótt að tala um það að halda áfram á fullri ferð, reyna að koma saman góðu liði og standa sig vel í fyrstu deildinni á næsta tímabili,“ sagði Brynjar. Eini frídagurinn daginn efrir rýmingu Brynjar segir að það hafi komið honum á óvart hversu vel leikmenn liðsins hafi tekið í þessa fordæmalausu aðstöðu síðustu mánuði. „Fyrsta daginn eftir að bærinn var rýmdur í fyrsta skiptið þá var þetta svolítið skrýtinn mánudagur en það er eiginlega eini frídagurinn sem við höfum tekið. Síðan hefur komið ýmislegt upp á eins og að menn hafi þurft að skjótast í Grindavík og ná í dót. Þá verður maður bara að vera mannlegur,“ sagði Brynjar. „Ég hef reynt að nálgast æfingarnar þannig að þetta er smá frí frá því að hafa áhyggjur af húsinu sínu, dótinu sínu, vinnu eða öðru. Það er smá frítími frá daglegu amstri að koma á æfingu,“ sagði Brynjar. Spila líklegast í Safamýrinni Er komið í ljós hvar Grindvíkingar spila sína heimaleiki á komandi tímabili? „Það er svo gott sem komið í ljós. Mér skilst að það verði í Safamýrinni. Með aðstoð góðra manna í Víkingi þá skilst mér að það sé langt komið með að við verðum þar. Fáum aðstöðu, klefa og stað fyrir dótið okkar, inn í Safamýrinni,“ sagði Brynjar. Hvernig lið er Brynjar með í höndunum? Er hann með gott lið og lið sem getur farið upp? „Ég myndi segja að við værum með gott lið í dag. Við þurfum að bæta aðeins í breiddina og í hópinn. Það er enn töluverður tími fyrir okkur því við erum ekki að byrja fyrr en í byrjun maí. Við höfum rétt um tvo mánuði til að slípa okkur saman. Það er bara góður tími ,“ sagði Brynjar Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð