Elton John við Laufeyju: „Sem tónlistarmaður veit ég hve góður tónlistarmaður þú ert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. mars 2024 14:31 Laufey hefur ferðast víða með tónleikaferðalagið Bewitched Tour og heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu næstu helgi. Vilhelm/Getty Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey er nýjasti gestur bresku tónlistargoðsagnarinnar Elton John í hlaðvarpinu hans, Rocket Hour. Í þættinum fer hann fögrum orðum um tónlist Laufeyjar. Í sameiginlegri færslu Laufeyjar og Elton John á Instagram er myndbrot úr þættinum þar sem þau tala um tónlistina og yfirstandandi tónleikaferðalag hennar. „Sem tónlistarmaður veit ég hversu góður tónlistarmaður þú ert. Það er æðislegt að sjá hve góðum árangri þú hefur náð,“ segir Elton John í hljóðbrotinu og spyr hvað sé á dagskrá hjá henni. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ svarar Laufey. John segir þá frábært að sjá hve mikið konur eru að blómstra í tónlistariðnaðinum og nefnir þar Laufey, Lana Del Rey og Billie Eilish. „Það er alveg dásamlegt sjá hið kvenlega taka yfir hið karlmannlega í tónsmíðum. Þú ert svo sannarlega ein þeirra sem ryðja þá braut,“ segir John. „Mér finnst einmitt að þegar ég sem tónlist sem gerir mig að mér, sem sagt tónlist sem mér finnst sérstaklega góð, þá gengur mér best. Það er svo sannarlega góður tími fyrir konur í tónlist núna,“ svarar Laufey. John hefur haldið úti hlaðvarpinu frá árinu 2015 og hefur fengið til sín gesti á borð við Lizzo, Billie Eilish, Tame Impala og Tom Odell. Áskrifendur Apple Music geta hlustað á þáttinn í heild sinni þar. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn) Laufey Lín Tónlist Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24. janúar 2024 13:16 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. 18. nóvember 2023 10:12 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Í sameiginlegri færslu Laufeyjar og Elton John á Instagram er myndbrot úr þættinum þar sem þau tala um tónlistina og yfirstandandi tónleikaferðalag hennar. „Sem tónlistarmaður veit ég hversu góður tónlistarmaður þú ert. Það er æðislegt að sjá hve góðum árangri þú hefur náð,“ segir Elton John í hljóðbrotinu og spyr hvað sé á dagskrá hjá henni. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ svarar Laufey. John segir þá frábært að sjá hve mikið konur eru að blómstra í tónlistariðnaðinum og nefnir þar Laufey, Lana Del Rey og Billie Eilish. „Það er alveg dásamlegt sjá hið kvenlega taka yfir hið karlmannlega í tónsmíðum. Þú ert svo sannarlega ein þeirra sem ryðja þá braut,“ segir John. „Mér finnst einmitt að þegar ég sem tónlist sem gerir mig að mér, sem sagt tónlist sem mér finnst sérstaklega góð, þá gengur mér best. Það er svo sannarlega góður tími fyrir konur í tónlist núna,“ svarar Laufey. John hefur haldið úti hlaðvarpinu frá árinu 2015 og hefur fengið til sín gesti á borð við Lizzo, Billie Eilish, Tame Impala og Tom Odell. Áskrifendur Apple Music geta hlustað á þáttinn í heild sinni þar. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn)
Laufey Lín Tónlist Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24. janúar 2024 13:16 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. 18. nóvember 2023 10:12 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24. janúar 2024 13:16
Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10
Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. 18. nóvember 2023 10:12