Hættumatið gildir frá klukkan 13 í dag til þriðjudagsins 5. mars klukkan 15, að öllu óbreyttu.
Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi. Að mati náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofunni er líklegt að næstu daga haldi kvika áfram að safnast undir Svartsengi, sem gæti endað með öðru kvikuhlaupi eða eldgosi. Þá væri líklegasta staðsetning eldgossins á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells.
Vefmyndavélar af jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesskaga má nálgast hér að neðan.