Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. mars 2024 11:49 Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftahrina hófst á Sundhnjúkagígaröðinni um klukkan fjögur í gær, svipuð þeim sem sést hafa fyrir fyrri kvikuinnskot og eldgos á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum hafa sýnt að kvikuinnskot væri hafið. „En svo virðist sem að þetta innskot hafi bara ekkert náð sér á strik, þannig að þrýstingsbreytingarnar og aflögunin voru mun minni en hefur verið. Enda datt skjálftavirknin niður upp úr sex aftur, eða fyrir sex raunar, og það virðist sem að innskotið hafi bara stöðvast,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Kvikugangurinn liggur frá Hagafelli í norðaustur að Stóra-Skógfelli. „Og það er ennþá sá möguleiki að við séum að horfa á kviku færast nær yfirborði þar, en við erum ekki að sjá nein merki um það, ekki eins og staðan er núna. Líklegast er að þetta sé bara búið núna í bili, en það þýðir að við vorum ekki að aflétta neinni spennu af Svartsengi, þannig að við myndum búast við öðru innskoti bara mjög fljótlega aftur.“ Dagaspursmál Ólíklegra sé að kvika sé enn á leið til yfirborðs. Þú talar um möguleikann á öðru innskoti, er það þá spurning um einhverja daga? „Já, það er þá spurning um einhverja daga.“ Aflögunargögn sýni litlar sem engar breytingar á Svartsengi. „Það eru bara verulegar líkur á að það byrji annað kvikuinnskot á næstu dögum,“ segir Benedikt. Slíkt innskot geti þá leitt til sömu niðurstöðu og í gær, eða til eldgoss. Fá gögn seint í kvöld Með gervitunglagögnum sem Veðurstofunni ættu að berast seint í kvöld muni myndin af stöðunni vonandi skýrast. „Þá ættum við að sjá skýr merki um hvort það er ennþá kvika á hreyfingu í ganginum eða ekki.“ Slíkt verði þó talið ólíklegra og ólíklegra eftir því sem lengri tími líður án nýrra vendinga. Benedikt segir atburð gærdagsins hafa aukið á óvissuna um framhaldið, fremur en að hafa eytt henni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Skjálftahrina hófst á Sundhnjúkagígaröðinni um klukkan fjögur í gær, svipuð þeim sem sést hafa fyrir fyrri kvikuinnskot og eldgos á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum hafa sýnt að kvikuinnskot væri hafið. „En svo virðist sem að þetta innskot hafi bara ekkert náð sér á strik, þannig að þrýstingsbreytingarnar og aflögunin voru mun minni en hefur verið. Enda datt skjálftavirknin niður upp úr sex aftur, eða fyrir sex raunar, og það virðist sem að innskotið hafi bara stöðvast,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Kvikugangurinn liggur frá Hagafelli í norðaustur að Stóra-Skógfelli. „Og það er ennþá sá möguleiki að við séum að horfa á kviku færast nær yfirborði þar, en við erum ekki að sjá nein merki um það, ekki eins og staðan er núna. Líklegast er að þetta sé bara búið núna í bili, en það þýðir að við vorum ekki að aflétta neinni spennu af Svartsengi, þannig að við myndum búast við öðru innskoti bara mjög fljótlega aftur.“ Dagaspursmál Ólíklegra sé að kvika sé enn á leið til yfirborðs. Þú talar um möguleikann á öðru innskoti, er það þá spurning um einhverja daga? „Já, það er þá spurning um einhverja daga.“ Aflögunargögn sýni litlar sem engar breytingar á Svartsengi. „Það eru bara verulegar líkur á að það byrji annað kvikuinnskot á næstu dögum,“ segir Benedikt. Slíkt innskot geti þá leitt til sömu niðurstöðu og í gær, eða til eldgoss. Fá gögn seint í kvöld Með gervitunglagögnum sem Veðurstofunni ættu að berast seint í kvöld muni myndin af stöðunni vonandi skýrast. „Þá ættum við að sjá skýr merki um hvort það er ennþá kvika á hreyfingu í ganginum eða ekki.“ Slíkt verði þó talið ólíklegra og ólíklegra eftir því sem lengri tími líður án nýrra vendinga. Benedikt segir atburð gærdagsins hafa aukið á óvissuna um framhaldið, fremur en að hafa eytt henni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37
Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39