Hafdís og Ingvar fyrstu Íslandsmeistararnir í E-hjólreiðum Snorri Már Vagnsson skrifar 3. mars 2024 14:01 Skjáskot frá mótinu. Í Zwift geta leikmenn skreytt hjólin sín á alla vegu og má sjá glitta í skæra, bleika skreytingu sem gæti þótt sjaldséð á mótum í raunheimum. Laugardaginn 24. febrúar fór fram fyrsta Íslandsmeistaramótið í svokölluðum E-hjólreiðum. Tindur hjólreiðafélag stóð fyrir mótinu fyrir Hjólreiðasamband Íslands í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Keppt var á Zwift, sem er forrit sem keppendur tengja hjól sín við og geta því hjólað og keppt við aðra í netheimum. Eftir að stilla þyngd og hæð reiknar Zwift hraða leikmannsins og getur viðkomandi þá keppt. Zwift lætur hjólreiðamanninn sömuleiðis hafa fyrir því þegar hann fer upp brekkur innan leiksins, en þá hægist á keppandanum. Getur því hver sem er hjólað heima hjá sér, líkt og hann væri í sumarfæri. Eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót voru það þau Hafdís Sigurðardóttir (Hjólreiðafélag Akureyrar) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik) sem stóðu uppi sem sigurvegarar kvenna- og karlaflokks. Tveir hringir voru hjólaðir á leiðinn „Richmond UCI Worlds,“ sem gera samtals 32,4 km. Í öðru sæti í kvennaflokki var Silja Jóhannesdóttir og Sóley Kjerúlf Svansdóttir í því þriðja. Í karlaflokki var Jón Geir Friðbjörnsson í öðru sæti og Óskar Ómarsson í því þriðja. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á vef Hjólreiðasambands Íslands Hjólreiðar Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Keppt var á Zwift, sem er forrit sem keppendur tengja hjól sín við og geta því hjólað og keppt við aðra í netheimum. Eftir að stilla þyngd og hæð reiknar Zwift hraða leikmannsins og getur viðkomandi þá keppt. Zwift lætur hjólreiðamanninn sömuleiðis hafa fyrir því þegar hann fer upp brekkur innan leiksins, en þá hægist á keppandanum. Getur því hver sem er hjólað heima hjá sér, líkt og hann væri í sumarfæri. Eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót voru það þau Hafdís Sigurðardóttir (Hjólreiðafélag Akureyrar) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik) sem stóðu uppi sem sigurvegarar kvenna- og karlaflokks. Tveir hringir voru hjólaðir á leiðinn „Richmond UCI Worlds,“ sem gera samtals 32,4 km. Í öðru sæti í kvennaflokki var Silja Jóhannesdóttir og Sóley Kjerúlf Svansdóttir í því þriðja. Í karlaflokki var Jón Geir Friðbjörnsson í öðru sæti og Óskar Ómarsson í því þriðja. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á vef Hjólreiðasambands Íslands
Hjólreiðar Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira