„Um leið og við jöfnuðum vissi ég að við værum að fara að vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 23:31 Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var eðlilega kampakát í leikslok. Vísir/Hulda Margrét „Ég mydi segja að við unnum baráttuna í dag, fyrst og fremst,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í dag. „Það var mikið af seinni boltum, út af vindi og örðu, og við unnum þá baráttu í dag og algjört hrós á miðjuna okkar sérstaklega sem unnu bolta eftir bolta. Fyrst og fremst það, en líka trúin á að þetta kæmi að lokum og það gerði það verðskuldað,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir sigurinn er ekki hægt að segja að íslenska liðið hafi fengið draumabyrjun á leiknum, en Serbar tóku forystuna strax á sjöttu mínútu. „Þetta voru bara mistök hjá okkur, en svona gerist. Þetta er augnablik þar sem við erum að reyna að spila okkur upp í gegnum miðjuna og svona getur gerst þegar við erum að reyna það og það er það sem fólk er að kalla eftir. Það er ekki hægt að afhausa leikmenn sem eru að reyna það.“ „En mér fannst við svara þessu gríðarlega vel. Mér fannst við verða betri eftir að við fáum á okkur markið og ég er bara gríðarlega ánægð með sigurinn.“ Þá segir Glódís að uppspil liðsins hafi á köflum mátt ganga betur. „Það gekk bara misvel. Það gekk best þegar við vorum að ná að tengja inn í miðjuna og skipta á milli kanta og það hefði örugglega getað gert það miklu oftar. Pressan þeirra var oft og tíðum góð, en oft og tíðum vorum við að fara inn í svæðin sem þær voru að beina okkur í. Þá voru þær að vinna boltana, en það voru mörg góða augnablik og ég held að það sé margt sem við getum tekið með okkur úr uppspilinu úr þessum leik. En við verðum svo að yfirfæra það á seinasta þriðjunginn og vera enn þá hættulegri fyrir framan markið.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það hefði auðvitað ekki verið gott að fá á okkur mark þarna, en við vorum svolítið að sækja og þetta er augnablik þar sem við erum ekki í góðum balance og vorum ekki klárar í skyndisóknina. Það er eitthvað sem við verðum að taka með okkur. Á móti betri liðum hefðum við mögulega fengið á okkur mark. Þetta eitthvað sem mun pottþétt koma á klippum fyrir næstu verkefni.“ Fyrirliðinn segir einnig að leikurinn hafi breyst eftir að íslenska liðið náði loksins að jafna metin. „Mér fannst leikurinn aðeins breytast. Eftir að við skorum þá fara þær aðeins að sækja meira og skilja fleiri leikmenn eftir uppi hátt á vellinum. Ég held að þær komist í aðeins fleiri hálffæri og einhverja sénsa, skiljanlega því þær náttúrulega vilja vinna leikinn alveg eins og við. En á móti þá opnast líka fleiri svæði fyrir okkur að sækja í. En um leið og við jöfnuðum metin þá vissi ég að við værum að fara að vinna. Við vorum með mómentið með okkur og vindinn í bakið og ég er bara gríðarlega ánægð fyrir Bryndísi að hafa getað skorað þetta mark.“ Eins og svo oft áður þegar knattspyrna er spiluð á Íslandi setti veðrið þó svip sinn á leikinn. „Þetta voru náttúrulega bara allar árstíðir sem komu í þessum leik,“ sagði Glódís og hló. „Auðvitað var þetta sérstakt, en við vorum heppnar og unnum uppkastið og gátum þá byrjað á móti vindi þannig að við hefðum meðvindinn í seinni hálfleik. Það er ákveðin heppni líka að við höfum náð að vinna það af því að það skipti máli í þessum leik.“ „Maður fann það alveg að fyrri hálfleikur var erfiðari. Það var erfiðara að hreinsa boltanum og það var erfiðara að tengja á milli, en gott að vera með meðvind þegar við þurftum mark,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Serbum Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
„Það var mikið af seinni boltum, út af vindi og örðu, og við unnum þá baráttu í dag og algjört hrós á miðjuna okkar sérstaklega sem unnu bolta eftir bolta. Fyrst og fremst það, en líka trúin á að þetta kæmi að lokum og það gerði það verðskuldað,“ sagði Glódís. Þrátt fyrir sigurinn er ekki hægt að segja að íslenska liðið hafi fengið draumabyrjun á leiknum, en Serbar tóku forystuna strax á sjöttu mínútu. „Þetta voru bara mistök hjá okkur, en svona gerist. Þetta er augnablik þar sem við erum að reyna að spila okkur upp í gegnum miðjuna og svona getur gerst þegar við erum að reyna það og það er það sem fólk er að kalla eftir. Það er ekki hægt að afhausa leikmenn sem eru að reyna það.“ „En mér fannst við svara þessu gríðarlega vel. Mér fannst við verða betri eftir að við fáum á okkur markið og ég er bara gríðarlega ánægð með sigurinn.“ Þá segir Glódís að uppspil liðsins hafi á köflum mátt ganga betur. „Það gekk bara misvel. Það gekk best þegar við vorum að ná að tengja inn í miðjuna og skipta á milli kanta og það hefði örugglega getað gert það miklu oftar. Pressan þeirra var oft og tíðum góð, en oft og tíðum vorum við að fara inn í svæðin sem þær voru að beina okkur í. Þá voru þær að vinna boltana, en það voru mörg góða augnablik og ég held að það sé margt sem við getum tekið með okkur úr uppspilinu úr þessum leik. En við verðum svo að yfirfæra það á seinasta þriðjunginn og vera enn þá hættulegri fyrir framan markið.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það hefði auðvitað ekki verið gott að fá á okkur mark þarna, en við vorum svolítið að sækja og þetta er augnablik þar sem við erum ekki í góðum balance og vorum ekki klárar í skyndisóknina. Það er eitthvað sem við verðum að taka með okkur. Á móti betri liðum hefðum við mögulega fengið á okkur mark. Þetta eitthvað sem mun pottþétt koma á klippum fyrir næstu verkefni.“ Fyrirliðinn segir einnig að leikurinn hafi breyst eftir að íslenska liðið náði loksins að jafna metin. „Mér fannst leikurinn aðeins breytast. Eftir að við skorum þá fara þær aðeins að sækja meira og skilja fleiri leikmenn eftir uppi hátt á vellinum. Ég held að þær komist í aðeins fleiri hálffæri og einhverja sénsa, skiljanlega því þær náttúrulega vilja vinna leikinn alveg eins og við. En á móti þá opnast líka fleiri svæði fyrir okkur að sækja í. En um leið og við jöfnuðum metin þá vissi ég að við værum að fara að vinna. Við vorum með mómentið með okkur og vindinn í bakið og ég er bara gríðarlega ánægð fyrir Bryndísi að hafa getað skorað þetta mark.“ Eins og svo oft áður þegar knattspyrna er spiluð á Íslandi setti veðrið þó svip sinn á leikinn. „Þetta voru náttúrulega bara allar árstíðir sem komu í þessum leik,“ sagði Glódís og hló. „Auðvitað var þetta sérstakt, en við vorum heppnar og unnum uppkastið og gátum þá byrjað á móti vindi þannig að við hefðum meðvindinn í seinni hálfleik. Það er ákveðin heppni líka að við höfum náð að vinna það af því að það skipti máli í þessum leik.“ „Maður fann það alveg að fyrri hálfleikur var erfiðari. Það var erfiðara að hreinsa boltanum og það var erfiðara að tengja á milli, en gott að vera með meðvind þegar við þurftum mark,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Serbum
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira