„Munum gera allt til þess að koma okkur á EM“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:30 Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að Ísland muni leika í A-deild Þjóðadeildar. „Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira
„Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira