Einkunnir Íslands: Sveindís Jane og Bryndís Arna afgreiddu Serba Íþróttadeild skrifar 27. febrúar 2024 17:40 Íslenska liðið að fagna marki á Kópavogsvelli í dag Vísir/Hulda Margrét Ísland vann endurkomusigur gegn Serbíu 2-1. Gestirnir komust yfir og útlitið var ekki bjart. Sveindís Jane sýndi það hins vegar að hún er endakallinn í þessu liði og átti þátt í báðum mörkum Íslands. Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira