Þóra markvörður skoraði þegar Serbarnir mættu síðast til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 12:30 Þóra Björg Helgadóttir endaði landsliðsferil sinn þegar serbneska kvennalandsliðið spilaði síðast á Íslandi. Getty/Scott Barbour Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið Serbíu þrisvar í Laugardalnum með markatölunni 19-1. Nú mætast þjóðirnar í Kópavogi. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag úrslitaleik um sæti í A-deild undankeppni EM 2025. Mótherjinn er Serbía og liðin standa alveg jöfn eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Serbíu. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Kópavogi og hefst klukkan 14.30. Sagan er svo sannarlega með stelpunum okkar í liði. Serbneska kvennalandsliðið hefur komið þrisvar til Íslands og fengið skell í öll skiptin. Allir þrír leikirnir hafa farið fram á Laugardalsvellinum og íslensku stelpurnar hafa unnið þá alla með markatölunni 19-1. Síðast komu þær serbnesku í heimsókn í september 2014 og vann íslenska liðið þá 9-1. Ísland var þá undir stjórn Freys Alexanderssonar. Glódís Perla Viggósdóttir er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem tók þátt í þeim leik. Glódís skoraði þá annað mark íslenska liðsins í leiknum sem var hennar fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir og skoruðu allar tvennu í leiknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir skoruðu líka. Markið skoraði Þóra úr vítaspyrnu á 67. mínútu en þetta var kveðjulandsleikur hennar. Þóra skoraði þarna sitt fyrsta og eina mark í landsleik númer 108. Fyrstu tvo leiki þjóðanna á Íslandi unnu íslensku stelpurnar 5-0. Fyrst í júní 2007 og svo aftur í ágúst 2009. Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði íslenska liðinu í báðum þeim leikjum. Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir skoruðu mörkin í fyrri leiknum þar sem fimmta markið varð sjálfsmark. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í seinni leiknum og þá skoraði Katrín Jónsdóttir fimmta markið. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag úrslitaleik um sæti í A-deild undankeppni EM 2025. Mótherjinn er Serbía og liðin standa alveg jöfn eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Serbíu. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Kópavogi og hefst klukkan 14.30. Sagan er svo sannarlega með stelpunum okkar í liði. Serbneska kvennalandsliðið hefur komið þrisvar til Íslands og fengið skell í öll skiptin. Allir þrír leikirnir hafa farið fram á Laugardalsvellinum og íslensku stelpurnar hafa unnið þá alla með markatölunni 19-1. Síðast komu þær serbnesku í heimsókn í september 2014 og vann íslenska liðið þá 9-1. Ísland var þá undir stjórn Freys Alexanderssonar. Glódís Perla Viggósdóttir er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem tók þátt í þeim leik. Glódís skoraði þá annað mark íslenska liðsins í leiknum sem var hennar fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir og skoruðu allar tvennu í leiknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir skoruðu líka. Markið skoraði Þóra úr vítaspyrnu á 67. mínútu en þetta var kveðjulandsleikur hennar. Þóra skoraði þarna sitt fyrsta og eina mark í landsleik númer 108. Fyrstu tvo leiki þjóðanna á Íslandi unnu íslensku stelpurnar 5-0. Fyrst í júní 2007 og svo aftur í ágúst 2009. Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði íslenska liðinu í báðum þeim leikjum. Dóra Stefánsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir skoruðu mörkin í fyrri leiknum þar sem fimmta markið varð sjálfsmark. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í seinni leiknum og þá skoraði Katrín Jónsdóttir fimmta markið.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira