Glódís Perla gefur treyjur sínar og skó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 09:30 Glódís Perla Viggósdóttir er bæði fyrirliði íslenska landsliðsins sem og stórliðs Bayern München. Getty/Karl Bridgeman Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur heldur betur sterk inn fyrir „Einstök börn“ sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom) Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Glódís Perla er nú í miðju landsliðsverkefni með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem spilar við Serbíu á morgun í seinni leik þjóðanna í umspili um sæti i A-deild undankeppni næstu EM. Glódís var tilbúin að gefa treyjur og skó úr einkasafni sínu til að safna pening fyrir þetta mikilvæga málefni sem eru Einstök börn. Nú er hægt að bjóða í treyjur og skó eða kaupa miða í happadrætti þar sem eru í boði einstakir munir frá einum fremsta íþróttamanni þjóðarinnar. Á uppboðinu verða tvenn skópör Glódísar sem hún áritar fyrir vinningshafa. Þar verða einnig tvær landsliðstreyjur og ein treyja frá Bayern München þar sem Glódís er líka fyrirliði. Treyjurnar mun Glódís Perla árita. Þetta er landsliðstreyjan sem hún var í í leik Wales og Íslands 1. desember í fyrra og landsliðstreyjan sem hún var í þegar hún spilaði með Íslandi á móti Danmörku á Laugardalsvellinum í október. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í Þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París. Einnig var þetta 120. landsleikurinn minn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á uppboðssíðu treyju hennar úr leiknum við Dani en á síðunni með treyjunni úr Wales-leiknum sagði hún: „Wales leikinn unnum við 2-1 og tryggðum okkur í umspil um að spila áfram í A deild, hæstu deild þjóðardeildar UEFA,“ sagði Glódís. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar,“ sagði Glódís um treyjuna frá Bayern München. Skórnir eru báðir Puma-landsliðsskór sem eru sérmerktir Glódís og einnig með íslenska fánann á sér. Það má finna allar upplýsingar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Uppboð.com (@uppbodcom)
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira