Ekki spennt fyrir lokuðum búsetuúrræðum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 20:01 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Sigurjón Þingflokksformaður Vinstri grænna fagnar því að ríkisstjórnin sammælist um heildarsýn í málefnum flóttafólks á Íslandi. Hann segir þingmenn flokksins ekki hafa áhuga á lokuðu búsetuúrræði á borð við það sem dómsmálaráðherra hefur kynnt. Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira