Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2024 20:34 Sævar Þór Birgisson er einn þeirra sem spyr hvað verði um unga fólkið. vísir/einar árnason Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Þrír Grindvíkingar sendu í dag opið bréf á fjölmiðla þar sem skortur á stuðningi við unga kaupendur í Grindavík er gagnrýndur. Í bréfinu segir að þó greiðsla byggð á brunabótamati komi sér vel í ákveðnum tilvikum geri hún það ekki í tilfelli fyrstu kaupenda. „Brunabótamatið nær ekki að endurspegla þessar minni íbúðir og ekki 95 prósent, miðað við markaðsverðið í Grindavík, sérstaklega af þessum minni íbúðum sem fyrstu kaupendur eru að leitast eftir,“ segir Sævar Þór Birgisson Grindvíkingur. Fyrstu kaupendur stórtapi á stöðunni. „Við sem þjóðfélag höfum svolítið lifað á því að fara í skuldsett fasteignakaup með þeirri von um að fasteignaverð hækki.“ Sævar segir fyrstu kaupendur í erfiðri stöðu.vísir/einar árnason „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem einstaklingar fara út af fasteignamarkaði með neikvætt eigið fé, ábyggilega bara síðan 2008.“ Hópurinn gagnrýnir sérstaklega að veðflutningur sé ekki heimilaður og því neyðist fyrstu kaupendur til að taka ný lán með öðrum kjörum. „Og þá er bara spurning hvort þeir standist undir greiðslumatinu miðað við 35 prósent greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans.“ Margir í óvissunni Þá séu nokkrir sem keyptu sína fyrstu eign í Grindavík fyrir rýminguna þann 10. nóvember en fengu hana aldrei afhenda vegna stöðunnar. Þrátt fyrir að fasteignakaupalög kveði á um að áhættuskiptin flytjist til kaupanda við afhendingu séu margir í þeirri stöðu að seljandinn varpi ábyrgðinni yfir á kaupandann. „Þeir eru í mikilli réttaróvissu og þetta er mál sem líklegast verður leitt fyrir dómstóla en það tekur einhvern tíma að fá úr þessu skorið um hvar ábyrgðin liggur á endanum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira