Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 13:00 Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Vísir/Steingrímur Dúi Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. Meðal breytinga sem ríkisstjórnin boðaði eru að afgreiðslutímar umsókna verði styttir í níutíu daga, landamæraeftirlit verður aukið til að fylgjast með þeim sem hafa fengið endurkomubann og á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Fólk frelsissvipt Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir það koma henni á óvart hversu lítið pólitískt viðnám er við hugmyndum ríkisstjórnarinnar. „Það sem ég hef verið að gagnrýna er sérstaklega þessar hugmyndir um varðhaldsbúðir eða lokuð búsetuúrræði eins og stjórnvöld kalla það. Þarna er verið að leggja drög að því að frelsissvipta fólk sem hefur ekki gert neitt annað af sér en að leita að betra lífi. Fólk sem getur ekkert farið, allar bjargir bannaðar nema að setja sig í lífshættu. Það er ekki verið að taka tillit til mannúðarsjónarmiða eins og sögu fólks sem hefur til dæmis lent í mansali og þá erum við sérstaklega að tala um konur,“ segir Drífa. Flóttafólk í verri stöðu Hún telur að búðirnar stangist á við stjórnarskrá Íslands. „Flóttafólk á Íslandi verður augljóslega í verri stöðu. Til þess er leikurinn gerður, það er að segja að gefa út þau skilaboð til umheimsins að hingað sé fólk ekki velkomið,“ segir Drífa. Heyrist of lítið frá öðrum flokkum Drífa sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Vinstri grænna. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir að styðja breytingarnar. „Það kemur mér afskaplega mikið á óvart að flokkar sem hafa hingað til gefið sig út fyrir að vera í varðstöðu fyrir mannúð og mannréttindi séu núna farin að gefa eftir í þessum málum og það kemur mér mjög á óvart að það sé ekki allt brjálað yfir þessu í pólitíkinni,“ segir Drífa Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Mansal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Meðal breytinga sem ríkisstjórnin boðaði eru að afgreiðslutímar umsókna verði styttir í níutíu daga, landamæraeftirlit verður aukið til að fylgjast með þeim sem hafa fengið endurkomubann og á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Fólk frelsissvipt Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir það koma henni á óvart hversu lítið pólitískt viðnám er við hugmyndum ríkisstjórnarinnar. „Það sem ég hef verið að gagnrýna er sérstaklega þessar hugmyndir um varðhaldsbúðir eða lokuð búsetuúrræði eins og stjórnvöld kalla það. Þarna er verið að leggja drög að því að frelsissvipta fólk sem hefur ekki gert neitt annað af sér en að leita að betra lífi. Fólk sem getur ekkert farið, allar bjargir bannaðar nema að setja sig í lífshættu. Það er ekki verið að taka tillit til mannúðarsjónarmiða eins og sögu fólks sem hefur til dæmis lent í mansali og þá erum við sérstaklega að tala um konur,“ segir Drífa. Flóttafólk í verri stöðu Hún telur að búðirnar stangist á við stjórnarskrá Íslands. „Flóttafólk á Íslandi verður augljóslega í verri stöðu. Til þess er leikurinn gerður, það er að segja að gefa út þau skilaboð til umheimsins að hingað sé fólk ekki velkomið,“ segir Drífa. Heyrist of lítið frá öðrum flokkum Drífa sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Vinstri grænna. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir að styðja breytingarnar. „Það kemur mér afskaplega mikið á óvart að flokkar sem hafa hingað til gefið sig út fyrir að vera í varðstöðu fyrir mannúð og mannréttindi séu núna farin að gefa eftir í þessum málum og það kemur mér mjög á óvart að það sé ekki allt brjálað yfir þessu í pólitíkinni,“ segir Drífa
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Mansal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira