Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 13:00 Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Vísir/Steingrímur Dúi Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. Meðal breytinga sem ríkisstjórnin boðaði eru að afgreiðslutímar umsókna verði styttir í níutíu daga, landamæraeftirlit verður aukið til að fylgjast með þeim sem hafa fengið endurkomubann og á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Fólk frelsissvipt Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir það koma henni á óvart hversu lítið pólitískt viðnám er við hugmyndum ríkisstjórnarinnar. „Það sem ég hef verið að gagnrýna er sérstaklega þessar hugmyndir um varðhaldsbúðir eða lokuð búsetuúrræði eins og stjórnvöld kalla það. Þarna er verið að leggja drög að því að frelsissvipta fólk sem hefur ekki gert neitt annað af sér en að leita að betra lífi. Fólk sem getur ekkert farið, allar bjargir bannaðar nema að setja sig í lífshættu. Það er ekki verið að taka tillit til mannúðarsjónarmiða eins og sögu fólks sem hefur til dæmis lent í mansali og þá erum við sérstaklega að tala um konur,“ segir Drífa. Flóttafólk í verri stöðu Hún telur að búðirnar stangist á við stjórnarskrá Íslands. „Flóttafólk á Íslandi verður augljóslega í verri stöðu. Til þess er leikurinn gerður, það er að segja að gefa út þau skilaboð til umheimsins að hingað sé fólk ekki velkomið,“ segir Drífa. Heyrist of lítið frá öðrum flokkum Drífa sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Vinstri grænna. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir að styðja breytingarnar. „Það kemur mér afskaplega mikið á óvart að flokkar sem hafa hingað til gefið sig út fyrir að vera í varðstöðu fyrir mannúð og mannréttindi séu núna farin að gefa eftir í þessum málum og það kemur mér mjög á óvart að það sé ekki allt brjálað yfir þessu í pólitíkinni,“ segir Drífa Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Mansal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Meðal breytinga sem ríkisstjórnin boðaði eru að afgreiðslutímar umsókna verði styttir í níutíu daga, landamæraeftirlit verður aukið til að fylgjast með þeim sem hafa fengið endurkomubann og á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Fólk frelsissvipt Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir það koma henni á óvart hversu lítið pólitískt viðnám er við hugmyndum ríkisstjórnarinnar. „Það sem ég hef verið að gagnrýna er sérstaklega þessar hugmyndir um varðhaldsbúðir eða lokuð búsetuúrræði eins og stjórnvöld kalla það. Þarna er verið að leggja drög að því að frelsissvipta fólk sem hefur ekki gert neitt annað af sér en að leita að betra lífi. Fólk sem getur ekkert farið, allar bjargir bannaðar nema að setja sig í lífshættu. Það er ekki verið að taka tillit til mannúðarsjónarmiða eins og sögu fólks sem hefur til dæmis lent í mansali og þá erum við sérstaklega að tala um konur,“ segir Drífa. Flóttafólk í verri stöðu Hún telur að búðirnar stangist á við stjórnarskrá Íslands. „Flóttafólk á Íslandi verður augljóslega í verri stöðu. Til þess er leikurinn gerður, það er að segja að gefa út þau skilaboð til umheimsins að hingað sé fólk ekki velkomið,“ segir Drífa. Heyrist of lítið frá öðrum flokkum Drífa sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Vinstri grænna. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir að styðja breytingarnar. „Það kemur mér afskaplega mikið á óvart að flokkar sem hafa hingað til gefið sig út fyrir að vera í varðstöðu fyrir mannúð og mannréttindi séu núna farin að gefa eftir í þessum málum og það kemur mér mjög á óvart að það sé ekki allt brjálað yfir þessu í pólitíkinni,“ segir Drífa
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Mansal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira