Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 13:00 Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Vísir/Steingrímur Dúi Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. Meðal breytinga sem ríkisstjórnin boðaði eru að afgreiðslutímar umsókna verði styttir í níutíu daga, landamæraeftirlit verður aukið til að fylgjast með þeim sem hafa fengið endurkomubann og á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Fólk frelsissvipt Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir það koma henni á óvart hversu lítið pólitískt viðnám er við hugmyndum ríkisstjórnarinnar. „Það sem ég hef verið að gagnrýna er sérstaklega þessar hugmyndir um varðhaldsbúðir eða lokuð búsetuúrræði eins og stjórnvöld kalla það. Þarna er verið að leggja drög að því að frelsissvipta fólk sem hefur ekki gert neitt annað af sér en að leita að betra lífi. Fólk sem getur ekkert farið, allar bjargir bannaðar nema að setja sig í lífshættu. Það er ekki verið að taka tillit til mannúðarsjónarmiða eins og sögu fólks sem hefur til dæmis lent í mansali og þá erum við sérstaklega að tala um konur,“ segir Drífa. Flóttafólk í verri stöðu Hún telur að búðirnar stangist á við stjórnarskrá Íslands. „Flóttafólk á Íslandi verður augljóslega í verri stöðu. Til þess er leikurinn gerður, það er að segja að gefa út þau skilaboð til umheimsins að hingað sé fólk ekki velkomið,“ segir Drífa. Heyrist of lítið frá öðrum flokkum Drífa sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Vinstri grænna. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir að styðja breytingarnar. „Það kemur mér afskaplega mikið á óvart að flokkar sem hafa hingað til gefið sig út fyrir að vera í varðstöðu fyrir mannúð og mannréttindi séu núna farin að gefa eftir í þessum málum og það kemur mér mjög á óvart að það sé ekki allt brjálað yfir þessu í pólitíkinni,“ segir Drífa Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Mansal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Meðal breytinga sem ríkisstjórnin boðaði eru að afgreiðslutímar umsókna verði styttir í níutíu daga, landamæraeftirlit verður aukið til að fylgjast með þeim sem hafa fengið endurkomubann og á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Fólk frelsissvipt Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir það koma henni á óvart hversu lítið pólitískt viðnám er við hugmyndum ríkisstjórnarinnar. „Það sem ég hef verið að gagnrýna er sérstaklega þessar hugmyndir um varðhaldsbúðir eða lokuð búsetuúrræði eins og stjórnvöld kalla það. Þarna er verið að leggja drög að því að frelsissvipta fólk sem hefur ekki gert neitt annað af sér en að leita að betra lífi. Fólk sem getur ekkert farið, allar bjargir bannaðar nema að setja sig í lífshættu. Það er ekki verið að taka tillit til mannúðarsjónarmiða eins og sögu fólks sem hefur til dæmis lent í mansali og þá erum við sérstaklega að tala um konur,“ segir Drífa. Flóttafólk í verri stöðu Hún telur að búðirnar stangist á við stjórnarskrá Íslands. „Flóttafólk á Íslandi verður augljóslega í verri stöðu. Til þess er leikurinn gerður, það er að segja að gefa út þau skilaboð til umheimsins að hingað sé fólk ekki velkomið,“ segir Drífa. Heyrist of lítið frá öðrum flokkum Drífa sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Vinstri grænna. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir að styðja breytingarnar. „Það kemur mér afskaplega mikið á óvart að flokkar sem hafa hingað til gefið sig út fyrir að vera í varðstöðu fyrir mannúð og mannréttindi séu núna farin að gefa eftir í þessum málum og það kemur mér mjög á óvart að það sé ekki allt brjálað yfir þessu í pólitíkinni,“ segir Drífa
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Mansal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira