Inter fer með for­ystuna til Spánar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins í kvöld.
Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins í kvöld. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images

Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Inter hefur verið á mikilli siglingu heimafyrir og liðið er með níu stiga forystu í ítölsku deildinni, ásamt því að eiga leik til góða. Liðið fékk hins vegar alvöru próf í kvöld þegar Atlético Madrid mætti í heimsókn.

Ítalska liðið stóðst þó prófið, þökk sé marki frá varamanninum Marko Arnautovic á 79. mínútu, en Austurríkismaðurinn kom inn á í hálfleik fyrir Marcus Thuram sem fór meiddur af velli.

Inter fer því með 1-0 forystu í seinni leik liðanna sem fram fer á Spáni þann 13. mars næstkomandi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira