Ekki tilbúin að sleppa taki af Kolaportinu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 06:01 Einar Þorsteinsson borgarstjóri fyrir utan Kolaportið. Vísir/Sigurjón Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins. Kolaportið hefur verið rekið hér á neðstu hæð Tollhússins í tuttugu ár. Nú er komið að tímamótum og það þarf að finna annað húsnæði fyrir starfsemina. Fyrir tæpum tveimur árum var ákveðið að öll starfsemi Listaháskóla Íslands yrði sameinuð í Tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík og að Kolaportið þyrfti að víkja. Borgarstjórn vill ekki að með þessu hverfi eini almenningsmarkaður Miðbæjarins. Málið hefur verið til skoðunar innan borgarinnar um nokkurt skeið og hafa sex staðsetningar verið skoðaðar sérstaklega. Sú staðsetning sem borginni líst best á er Miðbakkinn við Reykjavíkurhöfn, beint á móti Tollhúsinu. Leita að réttum rekstraraðila Nú verður hins vegar framkvæmd markaðskönnun til að finna nýjan stað og nýja rekstraraðila fyrir markaðstorg. Að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra verða rekstraraðilar að taka mið af breyttu landslagi. „Hluti þessarar verslunar hefur færst annað. Fyrst fór það á netið, verslanir með notuð föt. Svo hafa sprottið upp þessar búðir, Barnaloppan og alls konar loppubúðir. Þetta er svona aðeins að gerjast en ég held að það sé gott að byrja með autt blað en sýn á það að við viljum hafa markað í Reykjavík,“ segir Einar. Kolaportið hefur verið rekið í Tollhúsinu síðastliðin tuttugu ár.Vísir/Sigurjón Kjörinn í borgarstjórn í Kolaportinu Og Kolaportið á sér sinn stað í hjarta Einars, til að mynda fór kosningavaka Framsóknarflokksins þar fram þegar Einar var kjörinn inn í borgarstjórn fyrir tveimur árum síðan. „Mér hefur alltaf þótt gaman að fara í Kolaportið. Það er ákveðin stemning og gaman að skoða. Stundum kaupa, kaupa harðfisk og svona,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má sjá klippu af ræðu Einars frá kosningavöku Framsóknarflokksins árið 2022. Klippa: Sigurreifur Einar heldur ræðu á kosningavöku Framsóknar Reykjavík Verslun Borgarstjórn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kolaportið hefur verið rekið hér á neðstu hæð Tollhússins í tuttugu ár. Nú er komið að tímamótum og það þarf að finna annað húsnæði fyrir starfsemina. Fyrir tæpum tveimur árum var ákveðið að öll starfsemi Listaháskóla Íslands yrði sameinuð í Tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík og að Kolaportið þyrfti að víkja. Borgarstjórn vill ekki að með þessu hverfi eini almenningsmarkaður Miðbæjarins. Málið hefur verið til skoðunar innan borgarinnar um nokkurt skeið og hafa sex staðsetningar verið skoðaðar sérstaklega. Sú staðsetning sem borginni líst best á er Miðbakkinn við Reykjavíkurhöfn, beint á móti Tollhúsinu. Leita að réttum rekstraraðila Nú verður hins vegar framkvæmd markaðskönnun til að finna nýjan stað og nýja rekstraraðila fyrir markaðstorg. Að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra verða rekstraraðilar að taka mið af breyttu landslagi. „Hluti þessarar verslunar hefur færst annað. Fyrst fór það á netið, verslanir með notuð föt. Svo hafa sprottið upp þessar búðir, Barnaloppan og alls konar loppubúðir. Þetta er svona aðeins að gerjast en ég held að það sé gott að byrja með autt blað en sýn á það að við viljum hafa markað í Reykjavík,“ segir Einar. Kolaportið hefur verið rekið í Tollhúsinu síðastliðin tuttugu ár.Vísir/Sigurjón Kjörinn í borgarstjórn í Kolaportinu Og Kolaportið á sér sinn stað í hjarta Einars, til að mynda fór kosningavaka Framsóknarflokksins þar fram þegar Einar var kjörinn inn í borgarstjórn fyrir tveimur árum síðan. „Mér hefur alltaf þótt gaman að fara í Kolaportið. Það er ákveðin stemning og gaman að skoða. Stundum kaupa, kaupa harðfisk og svona,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má sjá klippu af ræðu Einars frá kosningavöku Framsóknarflokksins árið 2022. Klippa: Sigurreifur Einar heldur ræðu á kosningavöku Framsóknar
Reykjavík Verslun Borgarstjórn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira