Dæmdur í fangelsi en finnst ekki Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 17:51 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa í Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og rán, með því að kýla mann á sextugsaldri í andlitið og ræna af honum síma og bíllyklum í félagi við annan mann. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir að óvíst sé um dvalarstað mannsins og ekki hafi tekist að birta honum fyrirkall. Greint var frá því í byrjun árs að maðurinn hefði verið ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið og tekið síma hans og bíllykla, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeini, bólgu, mar og þreifieymsli yfir kinnbeini og gagnauga og blæðingu við vinstra auga. Í ákæru, sem birt var í Lögbirtingarblaðinu, sagði að ránið hafi verið framið fyrir utan sumarbústað við Svignaskarð í Borgarbyggð í desember árið 2021. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki sótt þingfestingu málsins og því hefði útivistardómur verið kveðinn upp í því, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að félagi hans hafi hlotið dóm fyrir ránið þann 18. desember. Sá hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundna fangelsisrefsingu. Þá segir að málsmeðferð málsins hefði dregist úr hömlu af ýmsum orsökum sem manninum yrði ekki kennt um. Refsing mannsins, sem sé með hreint sakavottorð, væri því ákveðin með hliðsjón af þessum töfum, sem fari í bága við meginreglu sakamálaréttarfars um hraða málsmeðferð og sé í andstöðu við stjórnarskrána. Sem áður segir var maðurinn dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins. Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Greint var frá því í byrjun árs að maðurinn hefði verið ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið og tekið síma hans og bíllykla, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeini, bólgu, mar og þreifieymsli yfir kinnbeini og gagnauga og blæðingu við vinstra auga. Í ákæru, sem birt var í Lögbirtingarblaðinu, sagði að ránið hafi verið framið fyrir utan sumarbústað við Svignaskarð í Borgarbyggð í desember árið 2021. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki sótt þingfestingu málsins og því hefði útivistardómur verið kveðinn upp í því, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að félagi hans hafi hlotið dóm fyrir ránið þann 18. desember. Sá hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundna fangelsisrefsingu. Þá segir að málsmeðferð málsins hefði dregist úr hömlu af ýmsum orsökum sem manninum yrði ekki kennt um. Refsing mannsins, sem sé með hreint sakavottorð, væri því ákveðin með hliðsjón af þessum töfum, sem fari í bága við meginreglu sakamálaréttarfars um hraða málsmeðferð og sé í andstöðu við stjórnarskrána. Sem áður segir var maðurinn dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins.
Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira