Undanfarin ár hafa reynst spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur krefjandi og erfið. Hún bar þó sigur úr býtum í 400 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands um nýliðna helgi og hefur fengið byr undir báða vængi með góðri ákvörðun. Fyrir ekki svo löngu síðan var Guðbjörg nálægt því að gefa hlaupaferilinn upp á bátinn. „Það var mjög gaman að kíkja heim. Hér er alltaf gott að vera þó það sé einnig gott að vera í Malmö. Mig langaði að koma heim á þetta mót, taka Íslandsmeistaratitilinn og virkilega gaman að fá þessa keppni við Eir,“ segir Guðbjörg Jóna og á þar við hina bráðefnilegu hlaupakonu hjá ÍR, Eir Chang Hlésdóttur, sem endaði í öðru sæti í 400 metra hlaupi á mótinu eftir harða keppni við Guðbjörgu sem tók gullið með frábærum endaspretti.“ Núna í sumar eru komin fimm ár síðan að ég bætti mig og ég finn núna eitthvað innra með mér, einhvern neista. Annars væri ég hætt. Guðbjörg Jóna „Mér finnst alltaf gaman að fá keppni þó svo að á sama tíma sé það mjög stressandi. Þetta ýtir okkur báðum áfram. Ég hef mikla trú á Eir fyrir framtíðina. Held að hún verði góð. Ég var því mjög spennt fyrir því að færa mig upp í 400 metra hlaupið. Og það er það sem ég hef verið að gera núna upp á síðkastið, færa mig upp í 200 og 400 metrana, frekar en 100 og 200 metrana. Ég vona því að Eir haldi sig líka í 400 metrunum. Ég spennt fyrir því að fá þessa keppni. Ég klúðraði þessu hlaupi um helgina svolítið. Hægði of mikið á mér eftir 200-250 metrana og allt í einu kemur Eir mjög lúmskt fram fyrir mig. Þá vaknaði þetta gamla keppnisskap upp hjá mér. Ég ætlaði ekki að leyfa henni að vinna. Ég var að koma alla leiðina hingað heim til Íslands og ætlaði mér að taka þennan titil. Sem betur fer náði ég því.“ Stefnir á fleiri Íslandsmet Við erum náttúrulega vön því að sjá þig hlaupa styttri vegalengdir. Er þetta einhver þróun hjá þér á ferlinum? Ertu að horfa meira til þess að fara keppa 400 metrunum núna? „Þetta er hluti af langtímasýn hjá mér byrjun, að fara meira í 400 metra hlaupið. Ég er svolítið bara byggð í þannig hlaup. Ég á, að ég tel, bara meiri séns í svona 200/400 samsetningunni heldur en 100/200.“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir mynd/frí Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul er Guðbjörg Jóna nú þegar handhafi Íslandsmeta í 80-, 100-, 200- og 300 metra hlaupi utanhúss sem og í 60 metra hlaupi innanhúss. Næstu markmið hennar snú að því að bæta fleiri Íslandsmetum í safnið. „Markmið mitt núna snýr þó svolítið að því núna að ná Íslandsmetinu í 200 metra hlaupi innanhúss, sem og 400 metrunum innan- og utanhúss. Þá yrði ég handhafi Íslandsmeta í öllum spretthlaupsgreinunum nema grindahlaupunum. Það væri mjög geggjað og er eitthvað sem ég horfi fram á. Íslandsmetið í 400 metra hlaupi utanhúss er ansi gott met. Ég þyrfti að ná að æfa vel fyrir það og hef lítið náð að æfa mig upp í 400 metra hlaupin undanfarið. Með það í huga er ég svolítið spennt að sjá hverju ég geta afrekað í þeirri grein. Prófa mig aðeins áfram í því. “ Meira íþróttamiðað umhverfi Guðbjörg flutti út til Svíþjóðar í upphafi árs til þess að einbeita sér meira að hlaupaferlinum. Ákvörðun sem hefur reynst henni vel til þessa. „Þjálfarinn minn úti er geggjaður. Ég tók fund með honum þegar að ég mætti út og listaði upp fyrir honum hvað ég vildi persónulega ná út úr mér sem íþróttamanneskju og mér finnst hann hafa náð að gera það alveg hundrað prósent. Utanumhaldið þarna er mikið. Þarna er bara verið að hugsa um þig sem íþróttamanneskju. Hann er bara þjálfari, sem mér finnst geggjað, og eyðir rosalega miklum tíma í að setja upp áætlanir fyrir okkur og halda utan um okkur sem íþróttafólk. Það sést bara svo rosalega vel hvað honum þykir vænt um íþróttafólkið sitt.“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari Íslands Mynd/Frjálsíþróttasamband Íslands „Ég reif á mér haminn í æfingarbúðum 4.janúar og þegar að ég flutti út um 16.janúar var ég bara komin með tíma strax í myndatöku og var svo í kjölfarið strax kominn með fasta tíma hjá sjúkraþjálfara einu sinni í viku. Utanumhaldið þarna úti finnst mér vera betra þarna úti heldur en hér heima. En á sama tíma vil ég ekki vera gera neitt lítið úr aðstæðunum hér á Íslandi. Það sem ég upplifi úti í Svíþjóð núna er aðeins meira íþróttamiðað. Það er eitthvað sem ég hef verið að leita eftir og er mjög ánægð með mig að hafa tekið þetta stökk út.“ Raunin hér heima hjá Guðbjörgu var á þá leið að hún sinnti námi og oft tveimur störfum með fram hlaupaferlinum. Hluti af því sem heillaði við stökkið til Svíþjóðar var að prófa að sinna hlaupaferlinum eingöngu. „Týpískur dagur hjá mér úti í Svíþjóð núna er á þá leið að ég fer á æfingu um klukkan tíu á morgnanna og æfi til um tólf, hálf eitt. Þá fer ég og næri mig almennilega og sinni svo endurhæfingu. Annað hvort hjá sjúkraþjálfara, fer í nudd eða bara hvíli mig. Ég finn þvílíkan mun á mér á æfingum því hér heima var ég rosa vön því að mæta á æfingar seinni partinn og það var svolítið þreytandi. Maður fann fyrir þreytu í líkamanum. Þetta er því kærkominn samanburður og ég er mjög ánægð með að hafa prófað þetta líka. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að prófa sem íþróttamaður. Svo er stefnan tekin á meistaranám úti í Svíþjóð síðar á árinu. Með því get ég haft eitthvað smá meira að gera samhliða hlaupaferlinum, klárað að mennta mig og er því mjög spennt fyrir framhaldinu.“ „Mjög erfið ákvörðun“ Guðbjörg er því ekki á heimleið í bráð en þó svo að þessi breyting hafi gengið upp eins og í sögu til þessa er ekki hægt að segja að um auðvelda ákvörðun hafi verið að ræða fyrir hana, að taka stökkið til Svíþjóðar. Guðbjörg er að eigin sögn mjög heimakær. „Þetta var alveg mjög erfið ákvörðun að taka. Og ég fékk smá samviskubit með því að vera taka þessa ákvörðun. Fannst ég vera leiðinleg við æfingahópinn minn og þjálfarana mína hér á Íslandi. Þetta er þó eitthvað sem ég skuldaði sjálfri mér að prófa. Ég sé svo alls ekki eftir því að hafa gert það. Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að gera til þess að verða betri íþróttamaður. Ég er allavegana bara mjög ánægð með þetta og stolt af sjálfir mér að hafa prófað þetta.“ Fann neistann á nýjan leik Óhætt er að segja að á einu ári hafi hlaupaferill Guðbjargar tekið miklum og góðum breytingum. Guðjón Guðmundsson tók viðtal við Guðbjörgu fyrir íþróttadeild Stöðvar 2 í janúar fyrir rúmu ári síðan. Þá var Guðbjörg að snúa aftur eftir langt og strangt meiðslatímabil og sagðist þá ítrekað hafa hugsað um að kveðja hlaupaferilinn. Hún stóð hins vegar með sjálfri sér, gafst ekki upp, og er núna komin í gott umhverfi í Svíþjóð og horfir fram á bætingar. Gefur þú þér tíma til þess að horfa aðeins til baka og sjá styrkinn í því að hafa ekki gefist upp, heldur haldið áfram og vera nú á þessum góða stað? „Já. Þetta hafa verið erfið undanfarin ár frá því árið 2019. Ég var náttúrulega mjög góð þegar að ég var yngri, náði þessum medalíum á Ólympíuleikum æskunnar og EM u18 árið 2018 og setti þessi met sem ég hef sett.“ Árið 2018 er eftirminnilegt á ferli Guðbjargar Jónu. Þar vann hún til verðlauna á Ólympíuleikum æskunnar sem og á Evrópumóti u18 í Gyor í UngverjalandiMynd/Fésbókin/Frjálsíþróttadeild ÍR „Eftir svona gott gengi er síðan mjög erfitt þegar að maður meiðist og það gengur einhvern veginn ekkert upp. Núna í sumar eru komin fimm ár síðan að ég bætti mig og ég finn núna eitthvað innra með mér, einhvern neista. Annars væri ég hætt. Mig langar að komast aftur á þennan stað, að vera með þeim bestu í Evrópu og í heimi. Ég myndi klárlega sjá eftir því ef ég myndi hætta núna. Því þá væru alltaf hvað ef? spurningarnar á sveimi hjá mér. Ég finn það núna að þetta er eitthvað sem ég vil eyða tíma mínum í, eyða minni orku í. Það eru líka miklir peningar sem fara í þetta og erfitt fyrir andlegu heilsuna þegar að það gengur ekki allt upp. Þetta er eitthvað sem maður vill gera. Kannski er maður eitthvað geðveikur en þetta er bara það sem maður þarf að gera.“ En hvað tekur nú við hjá Guðbjörgu. Hvað er það næsta á döfinni? „Núna held ég aftur til Svíþjóðar, held áfram að æfa. Við ætlum að byggja rosalega ofan á það sem við höfum verið að gera fyrir sumarið. Ég byrja á því að keppa á Norðurlandamótinu núna í mars, það er einmitt í Malmö þar sem að ég bý. Ég er rosalega spennt fyrir komandi sumri því æfingarnar hafa verið að ganga mjög vel. Ég þarf bara að ná þessum tæknilega hluta rétt og hafa trú á sjálfri mér. Mæta á línuna, vera ekki að hugsa um hinar stelpurnar, heldur hafa trú á því sem ég hef verið að gera og þjálfarinn er búinn að vera leggja vinnuna í. Ég er svo ekkert endilega að horfa á Evrópumótið eða Ólympíuleikana núna. Heldur er ég meira fókuseruð á langtímasýnina núna. Að vera komin í geggjað form árið 2028“ Frjálsar íþróttir Svíþjóð Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti
„Það var mjög gaman að kíkja heim. Hér er alltaf gott að vera þó það sé einnig gott að vera í Malmö. Mig langaði að koma heim á þetta mót, taka Íslandsmeistaratitilinn og virkilega gaman að fá þessa keppni við Eir,“ segir Guðbjörg Jóna og á þar við hina bráðefnilegu hlaupakonu hjá ÍR, Eir Chang Hlésdóttur, sem endaði í öðru sæti í 400 metra hlaupi á mótinu eftir harða keppni við Guðbjörgu sem tók gullið með frábærum endaspretti.“ Núna í sumar eru komin fimm ár síðan að ég bætti mig og ég finn núna eitthvað innra með mér, einhvern neista. Annars væri ég hætt. Guðbjörg Jóna „Mér finnst alltaf gaman að fá keppni þó svo að á sama tíma sé það mjög stressandi. Þetta ýtir okkur báðum áfram. Ég hef mikla trú á Eir fyrir framtíðina. Held að hún verði góð. Ég var því mjög spennt fyrir því að færa mig upp í 400 metra hlaupið. Og það er það sem ég hef verið að gera núna upp á síðkastið, færa mig upp í 200 og 400 metrana, frekar en 100 og 200 metrana. Ég vona því að Eir haldi sig líka í 400 metrunum. Ég spennt fyrir því að fá þessa keppni. Ég klúðraði þessu hlaupi um helgina svolítið. Hægði of mikið á mér eftir 200-250 metrana og allt í einu kemur Eir mjög lúmskt fram fyrir mig. Þá vaknaði þetta gamla keppnisskap upp hjá mér. Ég ætlaði ekki að leyfa henni að vinna. Ég var að koma alla leiðina hingað heim til Íslands og ætlaði mér að taka þennan titil. Sem betur fer náði ég því.“ Stefnir á fleiri Íslandsmet Við erum náttúrulega vön því að sjá þig hlaupa styttri vegalengdir. Er þetta einhver þróun hjá þér á ferlinum? Ertu að horfa meira til þess að fara keppa 400 metrunum núna? „Þetta er hluti af langtímasýn hjá mér byrjun, að fara meira í 400 metra hlaupið. Ég er svolítið bara byggð í þannig hlaup. Ég á, að ég tel, bara meiri séns í svona 200/400 samsetningunni heldur en 100/200.“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir mynd/frí Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul er Guðbjörg Jóna nú þegar handhafi Íslandsmeta í 80-, 100-, 200- og 300 metra hlaupi utanhúss sem og í 60 metra hlaupi innanhúss. Næstu markmið hennar snú að því að bæta fleiri Íslandsmetum í safnið. „Markmið mitt núna snýr þó svolítið að því núna að ná Íslandsmetinu í 200 metra hlaupi innanhúss, sem og 400 metrunum innan- og utanhúss. Þá yrði ég handhafi Íslandsmeta í öllum spretthlaupsgreinunum nema grindahlaupunum. Það væri mjög geggjað og er eitthvað sem ég horfi fram á. Íslandsmetið í 400 metra hlaupi utanhúss er ansi gott met. Ég þyrfti að ná að æfa vel fyrir það og hef lítið náð að æfa mig upp í 400 metra hlaupin undanfarið. Með það í huga er ég svolítið spennt að sjá hverju ég geta afrekað í þeirri grein. Prófa mig aðeins áfram í því. “ Meira íþróttamiðað umhverfi Guðbjörg flutti út til Svíþjóðar í upphafi árs til þess að einbeita sér meira að hlaupaferlinum. Ákvörðun sem hefur reynst henni vel til þessa. „Þjálfarinn minn úti er geggjaður. Ég tók fund með honum þegar að ég mætti út og listaði upp fyrir honum hvað ég vildi persónulega ná út úr mér sem íþróttamanneskju og mér finnst hann hafa náð að gera það alveg hundrað prósent. Utanumhaldið þarna er mikið. Þarna er bara verið að hugsa um þig sem íþróttamanneskju. Hann er bara þjálfari, sem mér finnst geggjað, og eyðir rosalega miklum tíma í að setja upp áætlanir fyrir okkur og halda utan um okkur sem íþróttafólk. Það sést bara svo rosalega vel hvað honum þykir vænt um íþróttafólkið sitt.“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari Íslands Mynd/Frjálsíþróttasamband Íslands „Ég reif á mér haminn í æfingarbúðum 4.janúar og þegar að ég flutti út um 16.janúar var ég bara komin með tíma strax í myndatöku og var svo í kjölfarið strax kominn með fasta tíma hjá sjúkraþjálfara einu sinni í viku. Utanumhaldið þarna úti finnst mér vera betra þarna úti heldur en hér heima. En á sama tíma vil ég ekki vera gera neitt lítið úr aðstæðunum hér á Íslandi. Það sem ég upplifi úti í Svíþjóð núna er aðeins meira íþróttamiðað. Það er eitthvað sem ég hef verið að leita eftir og er mjög ánægð með mig að hafa tekið þetta stökk út.“ Raunin hér heima hjá Guðbjörgu var á þá leið að hún sinnti námi og oft tveimur störfum með fram hlaupaferlinum. Hluti af því sem heillaði við stökkið til Svíþjóðar var að prófa að sinna hlaupaferlinum eingöngu. „Týpískur dagur hjá mér úti í Svíþjóð núna er á þá leið að ég fer á æfingu um klukkan tíu á morgnanna og æfi til um tólf, hálf eitt. Þá fer ég og næri mig almennilega og sinni svo endurhæfingu. Annað hvort hjá sjúkraþjálfara, fer í nudd eða bara hvíli mig. Ég finn þvílíkan mun á mér á æfingum því hér heima var ég rosa vön því að mæta á æfingar seinni partinn og það var svolítið þreytandi. Maður fann fyrir þreytu í líkamanum. Þetta er því kærkominn samanburður og ég er mjög ánægð með að hafa prófað þetta líka. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að prófa sem íþróttamaður. Svo er stefnan tekin á meistaranám úti í Svíþjóð síðar á árinu. Með því get ég haft eitthvað smá meira að gera samhliða hlaupaferlinum, klárað að mennta mig og er því mjög spennt fyrir framhaldinu.“ „Mjög erfið ákvörðun“ Guðbjörg er því ekki á heimleið í bráð en þó svo að þessi breyting hafi gengið upp eins og í sögu til þessa er ekki hægt að segja að um auðvelda ákvörðun hafi verið að ræða fyrir hana, að taka stökkið til Svíþjóðar. Guðbjörg er að eigin sögn mjög heimakær. „Þetta var alveg mjög erfið ákvörðun að taka. Og ég fékk smá samviskubit með því að vera taka þessa ákvörðun. Fannst ég vera leiðinleg við æfingahópinn minn og þjálfarana mína hér á Íslandi. Þetta er þó eitthvað sem ég skuldaði sjálfri mér að prófa. Ég sé svo alls ekki eftir því að hafa gert það. Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að gera til þess að verða betri íþróttamaður. Ég er allavegana bara mjög ánægð með þetta og stolt af sjálfir mér að hafa prófað þetta.“ Fann neistann á nýjan leik Óhætt er að segja að á einu ári hafi hlaupaferill Guðbjargar tekið miklum og góðum breytingum. Guðjón Guðmundsson tók viðtal við Guðbjörgu fyrir íþróttadeild Stöðvar 2 í janúar fyrir rúmu ári síðan. Þá var Guðbjörg að snúa aftur eftir langt og strangt meiðslatímabil og sagðist þá ítrekað hafa hugsað um að kveðja hlaupaferilinn. Hún stóð hins vegar með sjálfri sér, gafst ekki upp, og er núna komin í gott umhverfi í Svíþjóð og horfir fram á bætingar. Gefur þú þér tíma til þess að horfa aðeins til baka og sjá styrkinn í því að hafa ekki gefist upp, heldur haldið áfram og vera nú á þessum góða stað? „Já. Þetta hafa verið erfið undanfarin ár frá því árið 2019. Ég var náttúrulega mjög góð þegar að ég var yngri, náði þessum medalíum á Ólympíuleikum æskunnar og EM u18 árið 2018 og setti þessi met sem ég hef sett.“ Árið 2018 er eftirminnilegt á ferli Guðbjargar Jónu. Þar vann hún til verðlauna á Ólympíuleikum æskunnar sem og á Evrópumóti u18 í Gyor í UngverjalandiMynd/Fésbókin/Frjálsíþróttadeild ÍR „Eftir svona gott gengi er síðan mjög erfitt þegar að maður meiðist og það gengur einhvern veginn ekkert upp. Núna í sumar eru komin fimm ár síðan að ég bætti mig og ég finn núna eitthvað innra með mér, einhvern neista. Annars væri ég hætt. Mig langar að komast aftur á þennan stað, að vera með þeim bestu í Evrópu og í heimi. Ég myndi klárlega sjá eftir því ef ég myndi hætta núna. Því þá væru alltaf hvað ef? spurningarnar á sveimi hjá mér. Ég finn það núna að þetta er eitthvað sem ég vil eyða tíma mínum í, eyða minni orku í. Það eru líka miklir peningar sem fara í þetta og erfitt fyrir andlegu heilsuna þegar að það gengur ekki allt upp. Þetta er eitthvað sem maður vill gera. Kannski er maður eitthvað geðveikur en þetta er bara það sem maður þarf að gera.“ En hvað tekur nú við hjá Guðbjörgu. Hvað er það næsta á döfinni? „Núna held ég aftur til Svíþjóðar, held áfram að æfa. Við ætlum að byggja rosalega ofan á það sem við höfum verið að gera fyrir sumarið. Ég byrja á því að keppa á Norðurlandamótinu núna í mars, það er einmitt í Malmö þar sem að ég bý. Ég er rosalega spennt fyrir komandi sumri því æfingarnar hafa verið að ganga mjög vel. Ég þarf bara að ná þessum tæknilega hluta rétt og hafa trú á sjálfri mér. Mæta á línuna, vera ekki að hugsa um hinar stelpurnar, heldur hafa trú á því sem ég hef verið að gera og þjálfarinn er búinn að vera leggja vinnuna í. Ég er svo ekkert endilega að horfa á Evrópumótið eða Ólympíuleikana núna. Heldur er ég meira fókuseruð á langtímasýnina núna. Að vera komin í geggjað form árið 2028“