Átti besta afrek helgarinnar í aukagrein Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 07:30 Guðni Valur Guðnason vann besta afrekið á MÍ. FRÍ FH-ingar voru langsigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en það var ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason sem vann besta afrekið, samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF. Guðni Valur náði þessum árangri í aukagrein sinni, ef svo má segja, eða kúluvarpi því aðalgrein hans er kringlukast sem ekki er keppt í innanhúss. Guðni kastaði lengst 18,93 metra og bætti sitt persónulega met um þrjá sentímetra, sem reyndist afrek upp á 1.057 IAAF stig. View this post on Instagram A post shared by Guðni Valur (@gudnigudna) Irma Gunnarsdóttir úr FH vann bestu afrek kvenna en hún varð Íslandsmeistari í þrístökki með 13,30 metra stökki (1.046 IAAF stig) og í langstökki með 6,18 metra stökki (1.038 stig). Irma Gunnarsdóttir í loftinu en hún varð Íslandsmeistari bæði í langstökki og þrístökki.FRÍ Fjögur mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR bætti fjórtán ára gamalt met Ásdísar Hjálmsdóttur í kúluvarpi, um næstum tvo metra, þegar hún varpaði kúlunni 16,94 metra. Embla Margrét Hreinsdóttir úr FH bætti einnig fjórtán ára gamalt mótsmet í 1.500 metra hlaupi, þegar hún hljóp á 4:33,79 mínútum. Fyrra metið (4:36,29) var í eigu Fríðu Rúnar Þórðardóttur. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða með miklum yfirburðum.FRÍ Halldóra Huld Ingvarsdóttir, einnig úr FH, bætti mótsmetið í 3.000 metra hlaupi með því að hlaupa á 9:47,56 mínútum, en gamla metið átti Andrea Kolbeinsdóttir. Loks setti Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðabliki nýtt mótsmet í 60 metra grindahlaupi, og einnig aldursflokkamet í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, með því að hlaupa á 8,56 sekúndum. FH-ingar urðu eins og fyrr segir Íslandsmeistarar félagsliða en þeir unnu bæði karla- og kvennaflokkinn og hlutu alls 60 stig. Breiðablik varð í 2. sæti með 28 stig og Fjölnir í 3. sæti með 26 stig. Öll úrslit frá mótinu má nálgast hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Guðni Valur náði þessum árangri í aukagrein sinni, ef svo má segja, eða kúluvarpi því aðalgrein hans er kringlukast sem ekki er keppt í innanhúss. Guðni kastaði lengst 18,93 metra og bætti sitt persónulega met um þrjá sentímetra, sem reyndist afrek upp á 1.057 IAAF stig. View this post on Instagram A post shared by Guðni Valur (@gudnigudna) Irma Gunnarsdóttir úr FH vann bestu afrek kvenna en hún varð Íslandsmeistari í þrístökki með 13,30 metra stökki (1.046 IAAF stig) og í langstökki með 6,18 metra stökki (1.038 stig). Irma Gunnarsdóttir í loftinu en hún varð Íslandsmeistari bæði í langstökki og þrístökki.FRÍ Fjögur mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR bætti fjórtán ára gamalt met Ásdísar Hjálmsdóttur í kúluvarpi, um næstum tvo metra, þegar hún varpaði kúlunni 16,94 metra. Embla Margrét Hreinsdóttir úr FH bætti einnig fjórtán ára gamalt mótsmet í 1.500 metra hlaupi, þegar hún hljóp á 4:33,79 mínútum. Fyrra metið (4:36,29) var í eigu Fríðu Rúnar Þórðardóttur. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða með miklum yfirburðum.FRÍ Halldóra Huld Ingvarsdóttir, einnig úr FH, bætti mótsmetið í 3.000 metra hlaupi með því að hlaupa á 9:47,56 mínútum, en gamla metið átti Andrea Kolbeinsdóttir. Loks setti Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðabliki nýtt mótsmet í 60 metra grindahlaupi, og einnig aldursflokkamet í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, með því að hlaupa á 8,56 sekúndum. FH-ingar urðu eins og fyrr segir Íslandsmeistarar félagsliða en þeir unnu bæði karla- og kvennaflokkinn og hlutu alls 60 stig. Breiðablik varð í 2. sæti með 28 stig og Fjölnir í 3. sæti með 26 stig. Öll úrslit frá mótinu má nálgast hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum