Højlund sá yngsti í sögunni til að skora í sex leikjum í röð Siggeir Ævarsson skrifar 18. febrúar 2024 21:02 Højlund fagnar hér fyrsta deildarmarki sínu. Þau hafa síðan komið á færibandi Vísir/Getty Eftir að hafa ekki skorað í 14 fyrstu deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni virðist Rasmus Højlund hreinlega ekki geta hætt að skora en hann hefur nú skorað í sex leikjum í röð. Það er ágætis afrek að skora leik eftir leik en það sem gerir þessa tölfræði merkilega er að Højlund er nú orðinn yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað í sex leikjum í röð en Højlund er 21 árs og 14 daga gamall. Højlund skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Luton á útivelli og tók þar með þetta met úr höndunum á Joe Willock, leikmanni Newcastle, en hann var 21 árs og 272 daga gamall þegar hann skoraði í sínum sjötta leik í röð 19. maí 2021. Hann tók þá metið af markahróknum Romelu Lukaku. Fyrir leikinn í dag var Højlund kominn í góðan hóp en hann var þá þegar annar yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í fimm leikjum í röð, næstur á eftir hinum franska Nicolas Anelka sem var aðeins 19 ára þegar hann skoraði í fimm leikjum í röð fyrir Arsenal í nóvember 1998. Rasmus Hojlund is the second-youngest player to score in five successive Premier League games, only behind Nicolas Anelka #MUFC pic.twitter.com/t5k7r1RHZE— Match of the Day (@BBCMOTD) February 11, 2024 Rasmus Højlund er nú kominn með þrettán mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United en liðið á næst leik gegn Fulham á heimavelli þann 24. febrúar þar sem honum gefst tækifæri til að bæta í metið. 21-year-old Rasmus Højlund becomes the youngest player to score in six Premier League games in a row pic.twitter.com/ZZ1OPQFLAg— B/R Football (@brfootball) February 18, 2024 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United slapp með skrekkinn Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. 18. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
Það er ágætis afrek að skora leik eftir leik en það sem gerir þessa tölfræði merkilega er að Højlund er nú orðinn yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað í sex leikjum í röð en Højlund er 21 árs og 14 daga gamall. Højlund skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Luton á útivelli og tók þar með þetta met úr höndunum á Joe Willock, leikmanni Newcastle, en hann var 21 árs og 272 daga gamall þegar hann skoraði í sínum sjötta leik í röð 19. maí 2021. Hann tók þá metið af markahróknum Romelu Lukaku. Fyrir leikinn í dag var Højlund kominn í góðan hóp en hann var þá þegar annar yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í fimm leikjum í röð, næstur á eftir hinum franska Nicolas Anelka sem var aðeins 19 ára þegar hann skoraði í fimm leikjum í röð fyrir Arsenal í nóvember 1998. Rasmus Hojlund is the second-youngest player to score in five successive Premier League games, only behind Nicolas Anelka #MUFC pic.twitter.com/t5k7r1RHZE— Match of the Day (@BBCMOTD) February 11, 2024 Rasmus Højlund er nú kominn með þrettán mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United en liðið á næst leik gegn Fulham á heimavelli þann 24. febrúar þar sem honum gefst tækifæri til að bæta í metið. 21-year-old Rasmus Højlund becomes the youngest player to score in six Premier League games in a row pic.twitter.com/ZZ1OPQFLAg— B/R Football (@brfootball) February 18, 2024
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United slapp með skrekkinn Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. 18. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
Manchester United slapp með skrekkinn Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. 18. febrúar 2024 18:44