Ástæða til að skoða lögleiðingu kannabis í lækningaskyni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2024 20:02 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur ástæðu til að skoða hugmyndir um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni, en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort formleg vinna hefjist um málið. Slíkar breytingar verði að vinna í samráði við dómsmálaráðuneytið. Fyrir helgi steig fjölskyldufaðir fram í viðtali og sagði sárt að þurfa að verða sér úti um ólöglega eiturlyfið kannabis til að lina þjáningar vegna tveggja sársaukafullra taugasjúkdóma sem hann glímir við. Maðurinn, Hómsteinn hefur prufað öll þau lyf sem læknar hafa skrifað upp á en ekkert virkað. Eina sem slær á verkina er kannabis sem gerir honum kleift að hreyfa sig um á daginn. Hann berst nú fyrir því að efnið verði gert löglegt í lækningaskyni undir eftirliti sérfræðinga. „Ég sá viðtal við þennan einstakling og heyrði hvað hann segir. Mér finnst algjör ástæða til að skoða það betur. Nú höfum við heimilað framleiðslu á slíkum olíum en þá er miðað við ákveðið gildi THC,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Mun hlusta á fagfólkið Olíurnar sem Willum vísar til eru CBD olíur og löglegar hér á landi en efnið THC sem hann nefnir er virka vímuefnið í Kannabisinu. Notkun þess er ólögleg hér á landi. „Það er ólögleg efni, þannig við þurfum að taka það samtal þá við fleiri en bara sérfræðinga í heilbrigðisráðuneytinu og fagfólk í heilbrigðisþjónustu. En við eigum að hlusta og kanna hvað hægt er að gera. Ég mun hlusta auðvitað á fagfólkið í þessu en er alltaf tilbúinn til að hitta viðkomandi af því að hann nefndi það að hann vildi hitta heilbrigðisráðherra.“ Samtal um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni þurfi að gerast í samráði við dómsmálaráðherra og fleiri. En ætlar þú að hafa frumkvæði að því að hefja slíkt samtal? „Ég veit ekki með hversu formlegum hætti það er, en þessi umræða er komin í gang og hún hefur svo sem verið varðandi þessar olíur en hún heldur áfram. Hvort ég fari inn í það með einhverjum formlegum hætti hef ég ekki tekið neina ákvörðun um.“ Kannabis Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Fyrir helgi steig fjölskyldufaðir fram í viðtali og sagði sárt að þurfa að verða sér úti um ólöglega eiturlyfið kannabis til að lina þjáningar vegna tveggja sársaukafullra taugasjúkdóma sem hann glímir við. Maðurinn, Hómsteinn hefur prufað öll þau lyf sem læknar hafa skrifað upp á en ekkert virkað. Eina sem slær á verkina er kannabis sem gerir honum kleift að hreyfa sig um á daginn. Hann berst nú fyrir því að efnið verði gert löglegt í lækningaskyni undir eftirliti sérfræðinga. „Ég sá viðtal við þennan einstakling og heyrði hvað hann segir. Mér finnst algjör ástæða til að skoða það betur. Nú höfum við heimilað framleiðslu á slíkum olíum en þá er miðað við ákveðið gildi THC,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Mun hlusta á fagfólkið Olíurnar sem Willum vísar til eru CBD olíur og löglegar hér á landi en efnið THC sem hann nefnir er virka vímuefnið í Kannabisinu. Notkun þess er ólögleg hér á landi. „Það er ólögleg efni, þannig við þurfum að taka það samtal þá við fleiri en bara sérfræðinga í heilbrigðisráðuneytinu og fagfólk í heilbrigðisþjónustu. En við eigum að hlusta og kanna hvað hægt er að gera. Ég mun hlusta auðvitað á fagfólkið í þessu en er alltaf tilbúinn til að hitta viðkomandi af því að hann nefndi það að hann vildi hitta heilbrigðisráðherra.“ Samtal um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni þurfi að gerast í samráði við dómsmálaráðherra og fleiri. En ætlar þú að hafa frumkvæði að því að hefja slíkt samtal? „Ég veit ekki með hversu formlegum hætti það er, en þessi umræða er komin í gang og hún hefur svo sem verið varðandi þessar olíur en hún heldur áfram. Hvort ég fari inn í það með einhverjum formlegum hætti hef ég ekki tekið neina ákvörðun um.“
Kannabis Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira