Margir upplifi kvíða áður en þeir fara á eftirlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Theodór Francis mætti í Bítið í morgun og ræddi um eftirlaunaárin. Bylgjan Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur til þess að hugsa um það hvað það vill gera á þessum árum. Mikilvægt sé að skipuleggja sig en eðlilegt er að upplifa kvíða í aðdraganda tímamótanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“ Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“
Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira