Tiger Woods segist vera verkjalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 16:30 Tiger Woods var brosmildur á blaðamannafundinum. Hann vonast eftir bjartari tímum. AP/Ryan Kang Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er að fara að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti síðan í desember. Hann keppir á Genesis Invitational mótinu sem hefst í dag. Tiger er að ná sér eftir aðgerð á ökkla og það var gott hljóð í honum fyrir mótið. Tiger segist vera verkjalaus en að hann sé enn að ná áttum eftir skurðaðgerðina sem var framkvæmd í apríl á síðasta ári. Woods hefur tekið takmarkað þátt í mótaröðinni frá árinu 2021 eða síðan að hann meiddist illa á fæti þegar hann keyrði bílinn sinn út af veginum. Tiger Woods says he is pain free as he prepares to play his first PGA tour event of 2024The 15-time major champion says he is still adapting after surgery but wants to play as long as he can pic.twitter.com/Qp3kCRGr4e— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 15, 2024 „Ég finn ekki lengur til í ökklanum. Beinin eru ekki lengur að nuddast saman. Ég er að átta mig á skrokknum mínum á ný því aðrir hlutar hans hafa fengið að þola ýmislegt undanfarin ár,“ sagði Tiger Woods og segir að hann sé í svolitlum vandræðum með bakið sitt. Það síðasta sem Tiger er að fara gera er að gefast upp og hætta að spila golf. „Ég elska ennþá að keppa og elska að spila golf. Ég elska það að fá að að vera hluti af golfheiminum. Þetta er íþrótt ævi minnar og ég vil aldrei hætta að spila golf,“ sagði Woods. Hann ætlar sér að taka þátt í einu móti á mánuði á þessu ári. Woods vann síðasta PGA mót þegar hann bar sigur úr býtum á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Með því jafnaði hann við met Sam Snead en báðir hafa unnið 82 mót á PGA mótaröðinni. This is the game of a lifetime. I never want to stop playing. Tiger Woods on the sport of golf. pic.twitter.com/eP4GNDNueL— TWLEGION (@TWlegion) February 15, 2024 Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger er að ná sér eftir aðgerð á ökkla og það var gott hljóð í honum fyrir mótið. Tiger segist vera verkjalaus en að hann sé enn að ná áttum eftir skurðaðgerðina sem var framkvæmd í apríl á síðasta ári. Woods hefur tekið takmarkað þátt í mótaröðinni frá árinu 2021 eða síðan að hann meiddist illa á fæti þegar hann keyrði bílinn sinn út af veginum. Tiger Woods says he is pain free as he prepares to play his first PGA tour event of 2024The 15-time major champion says he is still adapting after surgery but wants to play as long as he can pic.twitter.com/Qp3kCRGr4e— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 15, 2024 „Ég finn ekki lengur til í ökklanum. Beinin eru ekki lengur að nuddast saman. Ég er að átta mig á skrokknum mínum á ný því aðrir hlutar hans hafa fengið að þola ýmislegt undanfarin ár,“ sagði Tiger Woods og segir að hann sé í svolitlum vandræðum með bakið sitt. Það síðasta sem Tiger er að fara gera er að gefast upp og hætta að spila golf. „Ég elska ennþá að keppa og elska að spila golf. Ég elska það að fá að að vera hluti af golfheiminum. Þetta er íþrótt ævi minnar og ég vil aldrei hætta að spila golf,“ sagði Woods. Hann ætlar sér að taka þátt í einu móti á mánuði á þessu ári. Woods vann síðasta PGA mót þegar hann bar sigur úr býtum á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Með því jafnaði hann við met Sam Snead en báðir hafa unnið 82 mót á PGA mótaröðinni. This is the game of a lifetime. I never want to stop playing. Tiger Woods on the sport of golf. pic.twitter.com/eP4GNDNueL— TWLEGION (@TWlegion) February 15, 2024
Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira