Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát Boði Logason skrifar 18. febrúar 2024 07:00 Júlíus Víðir Guðnason er viðmælandi í nýjasta þættinum af Útkalli „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Sjá meira
Þetta segir Júlíus Víðir Guðnason, háseti á flutningaskipinu Suðurlandi, í nýjasta Útkallsþættinum. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti eftir að skip þeirra sökk norðan við heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir stóðu í sparifötunum einum í sjó upp í hné og stundum klof í fjórtán klukkustundir. Sex félagar þeirra fórust. Klippa: Útkall - Suðurlandið sökkur Stórkostleg björgun danska sjóhersins Júlíus lýsir því þegar mikið högg kom á skipið þegar áhöfnin var búin að taka upp jólapakkana. Eftir það fór Suðurlandið að halla og svo fóru allir ellefu skipverjarnir í sjóinn – engir flotgallar voru um borð. Átta komust í gúmmíbát, sem var lekur, en þrír náðu því ekki. Undir morgun voru aðeins fimm skipbrotsmenn enn á lífi. Engar björgunarþyrlur var hægt að senda af stað, hvorki frá Íslandi, Noregi eða Bretlandseyjum, en danska varðskipið Vædderen lagði af stað frá Færeyjum og sendi svo þyrlu af stað þegar hún var komin í flugdrægi við slysstað upp úr hádegi á jóladag. Þá voru fimmmenningarnir aðframkomnir. Eftir björgun þeirra hófst kapphlaup við tímann um að þyrlan næði aftur til skipsins. Tókst að lenda henni á þilfari Vædderen í miklum veltingi þegar örfáar mínútur voru eftir af eldsneytisbirgðum þyrlunnar. Myndefni tengt þessum atburðum er í þættinum. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Sjá meira