Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 15:37 Harpa Björg Hjálmtýsdóttir er nýr samskiptastjóri framboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. Vísir Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Harpa Björg sé með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi bætt við sig námskeiðum í viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga frá sama háskóla. „Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ er haft eftir Sigríði Hrund. Hafi reynslu víða að Harpa hafi reynslu úr fjármálageiranum, meðal annars sem sérfræðingur í eignastýringu og viðburðastjórnun og hafi komið að skipulagningu viðburða tengdum golfíþróttinni og nýsköpun, bæði hérlendis sem erlendis og tekið þátt í umfangsmiklu starfi Kvenfélagasambands Íslands. Harpa hafi yfirgripsmikla reynslu af markaðssetningu og vinnslu markaðsefnis. „Ég hlakka til að takast á við næstu mánuði við hlið Sigríðar og þau fjölbreyttu verkefni sem eðlilega munu koma upp á leiðinni. Forsetaframboð Sigríðar er einstakt tækifæri til að nálgast hlutina á nýja skapandi vegu, nýta fyrirliggjandi einstaka þekkingu og reynslu Sigríðar okkur öllum til góðs og það verður afar gefandi að finna nýjar leiðir til að nálgast þjóðina. Sigríður Hrund hefur einstakan hæfileika til að tengjast fólki og sameina til aðgerða.Ég hlakka til að vera hennar bakland á þessu framúrskarandi ferðalagi,“ er haft eftir Hörpu Björgu. Annar samskiptastjóri ungs framboðs Töluverða athylgi vakti um miðjan janúar þegar greint var frá því að almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefði sagt starfi sínu sem samskiptastjóri Sigríðar Hrundar lausu. Þá voru sex dagar liðnir frá því að Sigríður Hrund tilkynnti að hún hyggðist bjóða sig fram til forseta. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar,“ sagði Hödd í samtali við Vísi á sínum tíma. Auglýsti eftir „samskiptaskapara“ en ekki -stjóra Í byrjun febrúar auglýsti Sigríður Hrund stöðu samskiptaskapara framboðs síns laust til umsóknar á samskiptamiðlinum Linkedin. Þá sagði hún í samtali við Vísi að hún væri ekki að leita að nýjum samskiptastjóra, um aðra stöðu væri að ræða. Í auglýsingu sinni á Linkedin sagði Sigríður að umsóknarfrestur væri til 10. febrúar. Hún spurði hvort viðkomandi tengdi við ýmsa kosti. Nefndi hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá sagði hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefndi fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þyrfti viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“ Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Harpa Björg sé með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi bætt við sig námskeiðum í viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga frá sama háskóla. „Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ er haft eftir Sigríði Hrund. Hafi reynslu víða að Harpa hafi reynslu úr fjármálageiranum, meðal annars sem sérfræðingur í eignastýringu og viðburðastjórnun og hafi komið að skipulagningu viðburða tengdum golfíþróttinni og nýsköpun, bæði hérlendis sem erlendis og tekið þátt í umfangsmiklu starfi Kvenfélagasambands Íslands. Harpa hafi yfirgripsmikla reynslu af markaðssetningu og vinnslu markaðsefnis. „Ég hlakka til að takast á við næstu mánuði við hlið Sigríðar og þau fjölbreyttu verkefni sem eðlilega munu koma upp á leiðinni. Forsetaframboð Sigríðar er einstakt tækifæri til að nálgast hlutina á nýja skapandi vegu, nýta fyrirliggjandi einstaka þekkingu og reynslu Sigríðar okkur öllum til góðs og það verður afar gefandi að finna nýjar leiðir til að nálgast þjóðina. Sigríður Hrund hefur einstakan hæfileika til að tengjast fólki og sameina til aðgerða.Ég hlakka til að vera hennar bakland á þessu framúrskarandi ferðalagi,“ er haft eftir Hörpu Björgu. Annar samskiptastjóri ungs framboðs Töluverða athylgi vakti um miðjan janúar þegar greint var frá því að almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefði sagt starfi sínu sem samskiptastjóri Sigríðar Hrundar lausu. Þá voru sex dagar liðnir frá því að Sigríður Hrund tilkynnti að hún hyggðist bjóða sig fram til forseta. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar,“ sagði Hödd í samtali við Vísi á sínum tíma. Auglýsti eftir „samskiptaskapara“ en ekki -stjóra Í byrjun febrúar auglýsti Sigríður Hrund stöðu samskiptaskapara framboðs síns laust til umsóknar á samskiptamiðlinum Linkedin. Þá sagði hún í samtali við Vísi að hún væri ekki að leita að nýjum samskiptastjóra, um aðra stöðu væri að ræða. Í auglýsingu sinni á Linkedin sagði Sigríður að umsóknarfrestur væri til 10. febrúar. Hún spurði hvort viðkomandi tengdi við ýmsa kosti. Nefndi hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá sagði hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefndi fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þyrfti viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“
Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira