Lazio vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Bayern München í fyrri viðureign liðanna 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Bayern München tókst ekki að svara fyrir sig eftir tapið í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi. Liðið spilaði langt undir getu og ógnaði marki gestanna ekkert í leiknum.
Dayot Upamecano braut af sér í eigin vítateig á 67. mínútu og var rekinn af velli í kjölfarið. Joshua Kimmich andmælti ákvörðun dómarans og fékk að líta gult spjald fyrir.
Ciro Immobile steig á punktinn og skoraði úr vítaspyrnunni. Það reyndist eina mark leiksins en heimamenn fengu fín færi til að bæta við.
Eins og áður segir var þetta fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum. Þau mætast aftur á Allianz leikvanginum í München þann 5. mars.