Bakari hengdur fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2024 16:50 Bæjarstjórarnir Ásthildur og Íris eru reiðar út í Sigmar Aron sem þó hefur ekkert gert. Óbyggðanefnd er bara umsagnaraðili. vísir/samsett Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, segir misskilnings gæta í umræðunni en talsverð reiði hefur brotist út í garð nefndarinnar eftir að ríkið gerði kröfur í hluta Vestmannaeyja og Grímsey. Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron. Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron.
Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira