Jon Stewart snýr aftur: „Hvað erum við að gera?“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2024 11:25 Jon Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart sneri aftur í sett The Daily Show í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá því hann hætti árið 2015. Fyrir það hafði hann og rithöfundar hans á sextán árum gert þáttinn að ákveðnu stórveldi á sviði pólitískrar satíru. Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira