Kraftaverk við hitaveitulögnina Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 21:42 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. „Það hefur gengið mjög vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef bæði frá orkufyrirtækjunum og líka frá íbúum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjörutíu pípulagningamenn frá almannavörnum og HS Veitum hafa verið á viðbragðsvakt í kvöld ef ske kynni að íbúar lendi í vandræðum. Atli Gunnarsson, aðgerðarstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kvöldið hafa farið vel af stað. „Núna seinni partinn voru búnar að berast um það bil svona fimmtán til tuttugu beiðnir til þeirra frá íbúum,“ segir Atli. Hann býst við mestu álagi eftir kvöldmat. Áhugaverð ferð um Svartsengi Kjartan Már segir að tíma taki fyrir heita vatnið að seytla í gegnum allt kerfið. Allir íbúar ættu að vera komnir með heitt vatn í síðasta lagi í nótt. Sjálfur fór hann í kynningarferð ásamt forsætisráðherra um Svartsengi í dag. „Mér fannst þessi ferð um svæðið í dag ótrúlega áhugaverð, fyrir margra hluta sakir. Við erum fyrst og fremst ánægð með það hvað þetta hefur tekið stuttan og skamman tíma,“ segir Kjartan. „Menn hafa unnið þarna hörðum höndum og í raun gert kraftaverk að mínu mati. Maður upplifir það mjög vel í dag hvað þetta er mikið þrekvirki sem þessir hundruðir starfsmanna sem þarna unnu um helgina hafa náð í gegn.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það hefur gengið mjög vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef bæði frá orkufyrirtækjunum og líka frá íbúum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjörutíu pípulagningamenn frá almannavörnum og HS Veitum hafa verið á viðbragðsvakt í kvöld ef ske kynni að íbúar lendi í vandræðum. Atli Gunnarsson, aðgerðarstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kvöldið hafa farið vel af stað. „Núna seinni partinn voru búnar að berast um það bil svona fimmtán til tuttugu beiðnir til þeirra frá íbúum,“ segir Atli. Hann býst við mestu álagi eftir kvöldmat. Áhugaverð ferð um Svartsengi Kjartan Már segir að tíma taki fyrir heita vatnið að seytla í gegnum allt kerfið. Allir íbúar ættu að vera komnir með heitt vatn í síðasta lagi í nótt. Sjálfur fór hann í kynningarferð ásamt forsætisráðherra um Svartsengi í dag. „Mér fannst þessi ferð um svæðið í dag ótrúlega áhugaverð, fyrir margra hluta sakir. Við erum fyrst og fremst ánægð með það hvað þetta hefur tekið stuttan og skamman tíma,“ segir Kjartan. „Menn hafa unnið þarna hörðum höndum og í raun gert kraftaverk að mínu mati. Maður upplifir það mjög vel í dag hvað þetta er mikið þrekvirki sem þessir hundruðir starfsmanna sem þarna unnu um helgina hafa náð í gegn.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira