Íhugar forsetaframboð af alvöru Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 21:48 Jón segist ekki munu taka endanlega ákvörðun um mögulegt forsetaframboð fyrr en að lokinni frumsýningu á leikverkinu sem hann æfir nú á Akureyri. Verkið er frumsýnt síðar í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. Þetta kemur fram í viðtali við Jón á Akureyri.net. Hann er staddur á Akureyri þar sem hann leikur í leikverkinu And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson. Verkið er sett upp af Menningarfélagi Akureyrar og verður frumsýnt síðar í mánuðinum. Í þeim hluta viðtalsins þar sem farið er út í forsetasálmana segist Jón telja að hann yrði „fínn forseti.“ Á hverjum degi fái hann tölvupósta, skilaboð eða tögg um forsetaframboð. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ segir Jón í viðtalinu. Hann ætli þó ekki að taka ákvörðun fyrr en búið verði að frumsýna verkið, þann 23. febrúar. „Það, að hinir og þessir á samfélagsmiðlum, sem fylgja mér, telji að ég eigi að vera forseti, þá er ég ekkert viss um að það sé almennt það sem fólk í landinu er að pæla,“ segir Jón við Akureyri.net. Hann taki því einfaldlega sem hæfilegri vísbendingu. Síðu Besta flokksins breytt Í síðasta mánuði greindi Vísir frá því að Facebook-síða Besta flokksins, sem hefur ekki verið starfandi um nokkurra ára skeið, hefði verið uppfærð með framboðslegri mynd af Jóni, sem leiddi lista flokksins í borginni árið 2010 og var borgarstjóri undir merkjum hans í eitt kjörtímabil. Þá sagðist Jón ekki vita hver hefði breytt forsíðu- og opnumyndum síðunnar í mynd af Jóni. Hann væri á kafi í leikritsæfingum og hefði ekki haft tíma til að taka ákvarðanir eða gefa eitthvað svar. Þó útilokaði hann ekkert. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Jón á Akureyri.net. Hann er staddur á Akureyri þar sem hann leikur í leikverkinu And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson. Verkið er sett upp af Menningarfélagi Akureyrar og verður frumsýnt síðar í mánuðinum. Í þeim hluta viðtalsins þar sem farið er út í forsetasálmana segist Jón telja að hann yrði „fínn forseti.“ Á hverjum degi fái hann tölvupósta, skilaboð eða tögg um forsetaframboð. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ segir Jón í viðtalinu. Hann ætli þó ekki að taka ákvörðun fyrr en búið verði að frumsýna verkið, þann 23. febrúar. „Það, að hinir og þessir á samfélagsmiðlum, sem fylgja mér, telji að ég eigi að vera forseti, þá er ég ekkert viss um að það sé almennt það sem fólk í landinu er að pæla,“ segir Jón við Akureyri.net. Hann taki því einfaldlega sem hæfilegri vísbendingu. Síðu Besta flokksins breytt Í síðasta mánuði greindi Vísir frá því að Facebook-síða Besta flokksins, sem hefur ekki verið starfandi um nokkurra ára skeið, hefði verið uppfærð með framboðslegri mynd af Jóni, sem leiddi lista flokksins í borginni árið 2010 og var borgarstjóri undir merkjum hans í eitt kjörtímabil. Þá sagðist Jón ekki vita hver hefði breytt forsíðu- og opnumyndum síðunnar í mynd af Jóni. Hann væri á kafi í leikritsæfingum og hefði ekki haft tíma til að taka ákvarðanir eða gefa eitthvað svar. Þó útilokaði hann ekkert.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira